ENGA - VINSTRI STJÓRN!

Versta sem gæti komið fyrir í kjölfar núverandi fjármálaheimskreppu yrði vinstri stjórn hér á landi.

Man vel eftir síðustu vinstri stjórn fyrir u.þ.b. 25árum en hún er versta stjórn sem hefur setið við völd hér á landi að mati undirritaðrar. Minnistæður er skattaafslátturinn sem þeir lægst launuðu áttu að fá. Þeir sem voru snjallastir að "fela tekjur sínar" fengu bæturnar. 

Þá var nýsköpunarstjórnin (Sjálfstæðismenn og Sósíallistaflokkurinn) betri hún kom afli í sjávarútveg og atvinnulíf sem varð undirstaða  núverandi velmegunar.

 

Það væri áhugavert fyrri sagnfræðinga  að skoða þessi tímabil í stjórnmálum þjóðarinnar ekki síður en Hafskipsmálið.

 

Undirrituð hefur alltaf haft þá skoðum að Samfylkingin væri sá flokkur sem hún gæfi síst atkvæði sitt svo er enn. Fyrst og fremst vegna undirlægjustefnu sinnar í Evrópumálum gagnvart ESB.

Samt sem áður er æskilegt að núverandi stjórn sitji áfram út kjörtímabilið og reyni að leysa vandamálin. Annað stjórnarmynstur hefði tæplega nægilegan styrk til að halda velli í moldviðrum fjölmiðlanna sem ekki eru nægilega málefnalegir heldur virðast fremur fjalla um málin  í æsifréttastíl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband