Fjármálakreppan var séð fyrir?

 Jóhannes Björn Lúðvíksson var í Silfri Egils í dag áður hafði hann verið í Viðtalið við Egil í desember árið 2004. Fróðlegt að kynna sér skrif Jóhanns á vald.org. Setti inn nokkrar glefsur til fróðleiks. Undirrituð fær þau hugsanatengsl hvort fjármálaeftirlitið og kauphallaforstjórinn hafi vitað um svipaða "hagfræði" hérlendis og hér er lýst:

 

 Það er varla hægt að byrja að svara þessu rugli. Endurpökkun lána byrjaði fyrir alvöru undir Bush, skjalafals hefur aldrei verið löglegt og enginn neyddi bónusgreiðslum upp á kerfið. Bankarnir stunduðu algjörlega ábyrgðarlausa lánastarfsemi vegna þess að þeir gátu endurselt lánin og þeir kenndu starfsmönnum sínum að fara í kringum kerfið. Hér er lýsing á hvernig JPMorgan Chase lék þennan leik.

Fyrirtæki sem áttu að meta þessa ruslapappíra voru á kafi í svindlinu og bera mikla ábyrgð á að þetta eitur barst út um allan heim og setti bankakerfið á annan endann. Þessi grein lýsir því í

 [19. september 2004] Margir sem hafa lesið áttunda kafla Falið vald eiga samt erfitt með að kyngja því að bankakerfið geti búið til peninga úr engu. Helsta ástæðan fyrir þessu er vafalaust sú að venjulegt fólk fær venjulega ekki eitthvað fyrir ekkert og er vant því að þurfa að greiða sínar eigin skuldir á gjaldaga. Bókhaldsreglur fyrirtækja og heimila gera ráð fyrir að dálkarnir gangi upp. [meira

[3. október 2008] Tæknilega séð þá er heimskreppa skollin á og nú er aðeins að sjá hvernig ráðamenn—og þá sérstaklega í Bandaríkjunum—bregðast við. Verður hnúturinn leystur á nokkrum vikum eða verður þröngum hagsmunum hyglað með yfirborðslegum aðgerðum á meðan allur almenningur lepur dauðann úr skel árum saman?

Starfsmenn fjárfestingabanka voru í áratug ein best launaða stétt jarðarinnar. Bankarnir byggðu upp kerfi sem gaf af sér feikilegan gróða á meðan allt lék í lyndi. Lánum var endurpakkað, yfirtökur fyrirtækja (oft óraunhæfar) fjármagnaðar og alls konar alþjóðlegt peningastreymi magnaðist. Þegar fasteignabólan sprakk féll þetta kerfi saman með afleiðingum sem við sjáum allt í kringum okkur í dag. Eftir stendur að þótt bankakreppan leystist strax á morgun þá gæti þessi peningamaskína ekki tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þetta “módel” er dautt. Bankastarfsemi næstu ára á eftir að bera miklu meiri keim af 1975 heldur en 2005.

 Það er varla hægt að byrja að svara þessu rugli. Endurpökkun lána byrjaði fyrir alvöru undir Bush, skjalafals hefur aldrei verið löglegt og enginn neyddi bónusgreiðslum upp á kerfið. Bankarnir stunduðu algjörlega ábyrgðarlausa lánastarfsemi vegna þess að þeir gátu endurselt lánin og þeir kenndu starfsmönnum sínum að fara í kringum kerfið. Hér er lýsing á hvernig JPMorgan Chase lék þennan leik.

Fyrirtæki sem áttu að meta þessa ruslapappíra voru á kafi í svindlinu og bera mikla ábyrgð á að þetta eitur barst út um allan heim og setti bankakerfið á annan endann. Þessi grein lýsir því í smáatriðum.

 Lesa meira á vald.org     (Jóhanes Björn Lúðvíksson)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband