Karl V. Mattíasson á villigötum

Hvað meinar Karl V Mattíasson í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segir að verið sé að færa allan hvalveiðikvótann til þriggja útgerða? Hverjir eiga að veiða kvótann aðrir en þeir sem hafa veiðiréttinn og tæki til veiðanna. Hvert ætlar Karl að færa veiðiheimildir á að fara að fjölga hvalveiðabátum án þess fyrir því liggi nokkur rekstrarlegur grundvöllur?

Virðist ekki mikill skilningur á hvað sé hagkvæmt að veiða. Enda er það stefna Samfylkingar að þjóðnýta öll verðmæti og telur það þjóðhagslegt. Fyrir því liggja engin rök það sýnir hrun kommúnistalandanna og er öllum ljóst.

Að taka veiðrétt af skipum/bátum er hrein eignaupptaka og mannréttindabrot samkvæmt stjórnaskrá.

Samt er engin pólitís mótstaða hjá Samfylkingunni að afhenda ESB fiskimiðin við landið bara ef þeir komast inn í ESB hvort það er þjóðhagslega hagkvæmt er aukaatriði?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband