Þórðargleði Álfheiðar Ingadóttur

Álfheiður Ingadóttir gerið að lokaorðum sínum í sjónvarpsumræðum Alþingis að þau merku tímamót hefðu orðið við myndum núverandi stjórnar að sonur hennar hefði lifað í þrjá daga án Sjálfstæðisflokksins í stjórn: Lítt skiljanlegt  í ljósi vinstri stjórnar Gunnars Thoroddsen (blessuð sé minning hans).

Undir rituð varð himinlifandi yfir myndun þeirrar stjórnar en gleðin varði ekki lengi. Eitt af framfarmálum þeirrar stjórnar var að bæta lálaunafólki kaup sitt gegnum skattaframtal er þótti mikil réttarbót. Árangurinn varð allavega á vinnustað undirritaðrar að verkstjórinn fékk launauppbót; einstæðar mæður stóðu eftir með sárt ennið. Ekki varð gerð nein réttarbót á skattakerfinu enda hrökklaðist stjórnin frá réði ekki við efnahagsstjórnina.

Undirrituð hefur síðan fagnað hverjum degi sem er án vinstri stjórnar og unir glöð við að börn og barnabörn hafi verið án vinstri stjórnar í langan tíma.

Þá er rétt að rifja upp kjarabaráttu kennara/menntamanna  frá sama tíma;þeir  vildu að sjálfsögðu fá hærri laun.

En við hvað var miðað? Launahækkun var miðuð við lánlaunafólk í vaktavinnu er þurftu auk þess að bæta við yfirvinnu til að ná endum saman í framfærslu fjölskyldunnar.

Krafan um kauphækkun var ekki í krafti menntunar heldur sátu kennarar/menntamenn á bakinu á lálaunafólki um Kauphækkun. Gott að rifja upp orð Guðmundar Jaka í einni slíkri baráttu: "Kennarar sitja á bakinu á bensínafgreiðslumönnum með kaupkröfur sínar".


Vonandi  situr núverandi stjórn stuttan tíma. Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband