Ingibjörg Sólrún "ofurölvi?"

 

 

"Framsókn undir pilsnermörkum," segir Ingibjörg Sólrún. Undirrituð þurfti orðabókina til að skilja pilsnermörkin. Ekki fannst orðið, en pilsner þýðir amkvæmt orðabók, drykkur líkur öli gerjaður við 5 til 12%C.

Samkvæmt framgreindum upplýsingum hefur framsókn 5 til 12% fylgi, eru þeir þá líklega nánast "timbraðir" og þurfa endurhæfingu.

Samfylgingin hefur ca. 30% fylgi og má segja að Ingibjög sé "ofurölvi" yfir þessu mikla fylgi og þurfi líka enduhæfingu.

Undirrituð dáðist mjög af Ingibjörgu á sínum tíma þegar hún náði meirihluta í Reykjavík. Svo veldur hver á heldur. Með glæsilegan feril að baki stökk hún frá borði úr borgarstjórnarstólnum. Fór í framborð þvert ofan í yfirlýsingar sínar með forsætisráðherrann í maganum.

Til að herða enn betur á framboði sín hélt hún sína frægu Borganesræðu. Að mínu mati með dylgjum um stjórnarandstöðuna frekar en málefnalega gagnrýni. Árangurinn varð líka eftir því. Sem betur fer virðist grasótin ekki alveg samþykk svona pólitík.

Núna kemur Keflavíkurræðan eins og þruma úr heiðskíru lofti. "Ofurölvi" af fylgi sínu hendir Ingibjörg hásetum sínum (þingmönnum) fyrir borð og telur þá ekki traustsins verða. Ekki fylgdi nein skýring eða skoðanakönnun þessari undarlegu fullyrðingu, að þingmenn hennar væri ekki traustsins verðir.

Svo boðar Ingibjörg Sólrún þjóðarsátt ein í brúnni. Erfitt hlýtur að verða að ná henni með háseta sem ekki er hægt að treysta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband