Hryðjuverk í París 1942

Tók á leigu mynd um útrýmingu Gyðinga í París 1942, eftir Bandarisk-Franska konu,  byggða á sannsögulegum atburði. Átakanleg mynd,  fjölskyldur með lítil börn voru send til Auschwicz  í Þýskalandi  og  tekin af lífi í gasklefum alls sjötíu og fimm þúsund Gyðingar.

Lítil stúlka kemst undan upp í sveit þar sem góðhjartað fólk verður henni til bjargar síðar flyst hún til Bandaríkjanna og stofnar fjölskyldu .

Nýafstaðin hryðjuverk í París vekja til umhugsunar um hvort nú aftur  séu á ferðinni  ofstækisfullt fólk  að koma af stað hatri; er leitt gæti af sér hræðilegt blóðbað  þar sem saklausu fólki er fórnað rétt eins og í seinna stríði.

 

(Myndin heitir Sara´s  Key)


Fyrsti sunnudagur í Aðventu

Fyrsti sunnudagur í Aðventu er á morgun þá er kveikt á spádómskertinu sem táknar spádóm Biblíurnar um komu Krists.

Kristur gekk meðal þjóðar sinnar sem þátttakandi í samfélaginu  – í sorg – í gleði. Þekkti einsemd og fátækt; allt mannanna böl.

Var ofsóttur sakir trú sinnar, að lokum niðurlægður og deyddur á krossi eins og tíðkaðist meðal sakamanna á þeim tíma.

Boðskapur Krists stendur engu að síður óhaggaður, sigurinn er hans þrátt fyrir allt. Hann niðurlægði sig fyrir alla menn til að hjálpa þeim með sigri sínum í dauðanum og upprisunni.

Lítil stund við kertaljós er mikilvæg í kyrrð - látum fallegar hugsanir líða um hugann ; Aðventan er góður undirbúningur undir jólahátíðina .

Eigið góða Aðventu


Harmleikur - nauðgun sýknuð?

Móðir stúlkunnar er kærði fimm karlmenn fyrir nauðgun var í viðtali á 365 í gærkveldi; þar talaði skynsöm reið móðir - sagði frá málinu eins og dóttir hennar greindi frá. Kom fram að upplifun stúlkunnar væri að henni hefði verið nauðgað – ekki falleg sagan um myndbandið frá atburðinum sem hún varð að horfa á en hafði lítið að segja í málsmeðferðinni.

Piltarnir voru sýknaðir samkvæmt laganna bókstaf – eftir stendur reiði almennings – dómur götunnar hefur verið kveðinn upp og má telja verri fyrir piltana en að játa brot sitt og iðrast gerða sinna eins og móðirin lagði til.

Réttvísin situr eftir með ásökun almennings fyrir getuleysi í dómsmálum kynferðisbrota – getur ekki komið refsingu yfir svo alvarlegan glæp sem nauðgun er?

Tek undir með móðurinni: „Piltunum er vorkunn að sitja uppi án sakfellingar – því miður verður það þeim erfitt líf“.

 


Schengen - upplýsingar takmarkaðar-

Takmörkun persónufrelsis er vissulega fórn á mannréttindum en öryggisleysi vegna ótta við hryðjuverk við heimili og fjölskyldur  er staðreynd. Verra ef tekið yrði  upp fyrirkomulagið í ríki fyrrverandi  Sovét-kommúnista  þar sem fólk var handtekið án dóms og laga eftir vísbendingum frá  skósveinum kerfisins.

Engu að síður er lögregluvaldi takmörk sett og verður að teljast tímabundið neyðarúrræði.

Gagnagrunnur Schengen er nú talin gagnslaus að hindra för glæpamanna/ hryðjuverkamanna er hafa ESB-vegabréf eða gallalaus fölsuð skilríki; meðan svo er grípa þjóðir innan þess til eigin varna.

Hvernig ætlar ESB a bregðast við umræddri hryðjuverkaógn; ekki verður við unað af ríkjum Evrópu að búa við Schengen- landamæri þar sem því næst allir komast í gegnum fyrirhafnalaust?


mbl.is Víðtæk völd til lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin: Ísland í ESB?

Nú fann hinn„deyjandi“ formaður Árni Páll Árnason Samfylkingunni  „gulrót“ sem dugir honum og flokknum til endurreisnar, ESB- aðild verður kosningamálið 2017; umsóknin frá „velferðarstjórninni“ verður notuð sem gilt plagg þó ekki hafið þurft þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Vinstri velferðarstjórnin“, fyrrverandi  þarf aðeins að komast til valda á ný að koma landi og þjóð undir erlent vald.   

Þrátt fyrir útúrsnúning sendiherra ESB um áframhaldandi gildi aðildarsamningsins  má fastlega gera ráð fyrir mótstöðu landsmanna með forsetann í fararbroddi.

Núverandi ríkisstjórn verður að taka af skarið og afturkalla umrædda umsókn og kefjast staðfestingar frá ESB; það mun festa núverandi ríkistjórn enn frekar í sessi – ef hún klúðrar ekki málinu með loðnu orðalagi


mbl.is ESB verður kosningamál 2017
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómstóll götunnar - sívirk umræða?

Í lýðræðissamfélögum hljóta að kom fram mismunandi skoðanir áháð lögræðulegu áliti með löggjafann að baki sér; mannanna verk eru og verða aldrei fullkomin þó lög teljist.

Samfélagið reynir með menntun að gera einstaklinga sjálfstæða í hugsun og ófeimna að tjá sig. Siðfræði er viðurkennd fræðigrein og heldur fram boðskap með rökumstuddum samræðum og skoðunum um samfélagsmál er á rætur sínar í kristin gildi.

Hið umdeilda nauðgunarmál fellur undir siðfræðilega umræðu í fullum rétti; þar sem vettvangur almennings er til að tjá sig hvernig sem dómstólar dæma.

Frá siðfræðilegu sjónarmiði er það rangt að fimm karlmenn noti sér kynferðislega sextán ára stúlku hvort sem hún er drukkin eða ekki.

Þeir sem telja sig hafna yfir siðferðileg sjónarmið og kristileg gildi kalla álit almennings "dómstól götunnar með tilheyrandi lítilsvirðingu".

Dómstóll götunnar er ekki síður mikilvægur en dómstóll löggjafarvaldsins og vísbending um að siðfræðileg vitund er til staðar og á að vera sívirk í umræðunni; það er mergurinn málsins?

 

 


mbl.is Mál Bigga löggu til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllurinn verður í Vatnsmýrinni.

Tæplega  hægt að telja ummæli Heiðu Kristínar Helgadóttur, Bjartri framtíð skynsamleg  á Alþingi í dag  telur hún að Reykvíkingar þurfi flugvallarsvæði til byggingar íbúða sér til sparnaðar vegna vinnu.

Hver er kominn til að tryggja  nægilega vinna í 101 og næsta nágrenni  til frambúðar?

 Flugvöllurinn verður áfram í næstu framtíð þar sem hann er og óþarfi að ræða það meira. Borgin mun að öllum líkindum fara í skaðabótamál við ríkið en mun engu breyta – flugvöllurinn er ekki að fara Vatnsmýrinni.


Borarstjóri fari að lögum?

Ólöf Nordal  tók röggsama og skynsamleg ákvörðun Reykjavík er höfuðborg þjóðarinnar og verður að fara að lögum. Ráðherrann hefur yfirumsjón með flugmálum og ber ábyrgð á stefnumörkun í samgöngum.

Ekki einkahagsmunamál meirihluta borgarstjórnar að deila og drottna með hvort landsmenn búi við sæmilegt flugöryggi og tengsl við höfuðborgina hvað varðar -  aðgengi að sjúkrahúsi og ýmis konar álvörðunartöku í stjórnsýslu sem því næst öll fer fram í Reykjavík.


mbl.is Ráðherra hafnar kröfu borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðgun kórónuð af réttarfarinu?

Óhugur grípur hugann að lesa niðurstöður dóms í þessu skelfilega nauðgunarmáli – hvar er réttarfarið statt eftir þennan dóm- ná ekki  lög og réttur til nauðgunar- eru dómarar ófærir um að komast að réttri niðurstöðu vegna þess?

Það er áríðandi að umræddu máli verði áfrýjað til Hæstaréttar – fá endanleg dóm um hvort og lög og réttur ná  ekki  til sakfellingar. Málið er  í lausu lofti – piltarnar gætu kært stúlkuna fyrir sakfellingu enda hefur það komið til tals á netinu. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar; fólk með siðferðis- og réttlætiskennt mun bregðast við annað er óumflýjanlegt.

Nauðgunin virðist hafa verið kórónuð af Héraðsdómi?


mbl.is Sýknaðir af hópnauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglustjóri: - Gefa ekki afslátt af réttarríkinu.

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri  hélt fyrirlestur hjá Órator sem er athygli verður. Rökstuddi ákvörðun sína um takmarkaða aðgengi kynferðisbrota á Þjóðhátíð í Vestamannaeyjum taldi  breytt lagaumhverfi afar brýnt í kynferðisafbrota málum – endurskoða þyrfti lagaákvæði í kynferðisbrotamálum þar sem  sönnunarbyrði  vægi þyngra en samkvæmt núvendi  lögum.

Eru  ekki umrædd lög úrelt miðað við við breyttar aðstæður í samfélaginu? Það vantar lög um brot í hefndarklámi samfara netvæðingu þar sem fólk er tekið fyrir á prenti og myndrænan hátt.

Lögreglustjórinn hefur mikla reynslu starfaði áður sem réttargæslumaður taldi hann að meira mark og þátttöku þeirra  í þinghaldi nauðsynlega en þeir hafa takmarkað leyfi að taka þátt í málflutningi fyrir dómi.

Rannsóknarhagsmunir brotaþola þarf að tryggja sem best en þar gætu fjölmiðlar spillt fyrir með fréttaflutningi. Mikilvægt að lögregla geti ótrufluð rannsakað mál eins hratt  og mögulegt er; vegna læknisskoðunar brotaþola – tryggja framburð vitna og rannsókna á vettvangi.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur mikla yfirsýn og reynslu er kemur sem kemur að góðum notum í breyttum og réttlátari vinnubrögum í kynferðisbrotum.


mbl.is Gefi ekki afslátt af réttarríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Póltískur rétttrúnaður- ógn við frelsi og lýðræði.

Undirritaðri  varð ljóst að svokallaður  „ pólitískur rétttrúnaður“ væri staðreynd þegar núverandi borgarstjóri lýsi því yfir í fjölmiðlum eftir síðustu kosningar að Framsóknarflokkurinn væri ekki stjórntækur  - frambærileg rök komu ekki fram enda tæplega til í lýðræðisríki þar sem málfrelsi  er undirstaðan.

Umrædd skoðun virðist vera í hávegum höfð hjá ESB – að því er virðist meðal valdafólks í kerfinu/samfélaginu; vel menntuðu fólki sem telur sig hafa rétt til að ráða og stjórna í krafti menntunar sinnar.

Minnir á tilurð og stefnu  nasista;  er varð til  í skjóli ritskoðunar, frjáls umræða þögguð  niður; gekk svo langt að „ósæskilegu“ fólki útrýmt.  Jarðvegurinn varð m.a. til í háskólasamfélaginu þar sem stúdentar í námi voru hafnir yfir lög og rétt í samfélaginu – óðu um með dólgshætti og lögleysu án nokkurrar ábyrgðar.

Samfélagið  er varð til með ofangreindum hætti er ógn við allar lýðfrjálsar þjóðir – upplýsing og málfrelsi fót um troðið. Ef fólk hefur ekki forsendur til að taka skynsamlegar ákvarðanir  er mikilvægt að leita í  uppeldis – og menntakerfi; hvernig fjölmiðlar setja fram mál- er þar fólk nægilega upplýst með velferð almennings í huga?

Viljum við samfélag  þar sem menntafólk/stjórnmálaflokkar  ákveða  hvað skuli ræða og framkvæma  í samfélaginu og hvað ekki?


Innanríkisráðherrann óttaslegin?

Innanríkisráðherra virðist óttaslegin að auka lögregluviðbúnað hér á landi vegna hryðjuverkannanna í Frakklandi – vitað síðan fyrir hrun að auka þarf löggæslu en tæplega hægt að útiloka hryðjuverk hér á landi?

Ummæli Snorra um hryðjuverkin í Frakklandi: „al­mennri linkind og umb­urðarlyndi Evr­ópu allr­ar gagn­vart inn­rás ósam­rýman­legra sjón­ar­miða vest­rænna gilda lýð- og frjáls­ræðis“ um árás­irn­ar í Par­ís eru orð í tíma töluð /skrifuð -.

Umæli Snorra vekja auðvitað almenna athygli og gott að skrifa um vandamálið eins og það liggur fyrir – kann að vera að umræður um hryðjuverkin séu enn á tilfinningalegum nótum enda mannlegt meðan fólk reynir að ná jafnvægi – en hræðsla ráðherrans vekur líka athygli og hefur ekki góð áhrif.


mbl.is Efli löggæslu, óháð árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálmur 46/Biblían (Davíðssálmar)

Sálmarnir 46
1Til söngstjórans. Eftir Kóraíta. Fyrir kvenraddir. Ljóð.
2Guð er oss hæli og styrkur,
örugg hjálp í nauðum.
3Því óttumst vér eigi þótt jörðin haggist
og fjöllin steypist í djúp hafsins,
4þótt vötnin dynji og ólgi,
þótt fjöllin riði af ofsa þeirra. (Sela)
5Elfur kvíslast og gleðja Guðs borg,
heilagan bústað Hins hæsta.
6Guð býr í henni miðri, hún bifast ekki,A
Guð hjálpar henni þegar birtir af degi....

Eigið góðan sunnudaginnocent

 

 


Hryðjuverkin í París

Skelfileg hryðjuverk í París eru árás á siðmenningu okkar sagði Forseti Íslands – þar mæltist honum vel. Frakkland hefur borið kyndil frelsis og  breytt  sögu Evrópu til frambúðar síðan almenningur réðist á Bastilluna alræmdu, 1789 - og lýðræðislegar umbætur urðu að veruleika í samfélaginu.

Kjörorð baráttu alþýðunnar: Frelsi, Jafnrétti og Bræðralag hafa óefað haft áhrif; og höfð til hliðsjónar í stjórnmálaskipun Evrópu fram á okkar daga.

 Mikilvægt að minnast frönsku byltingarinnar eftir hryðjuverkin í gær ; vafalaust, þrátt fyrir allt, getum  við öll verið þátttakendur áfram í frelsissigrinum er hófst í Frakklandi 14. Júlí 1789.

Breytum hryðjuverkum í sigur friðar og samheldni milli allra þjóða.

 


mbl.is „Gerið það, hjálpið mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nýtt Þjóðarsjúkrahús?"

Skóflustunga að sjúkrahóteli  var tekin með pompi og pragt  eins og það sé  mest áriðandi bygging fyrir velferðarkerfið?  Eru ekki til nógar  ónotað byggingar er urðu til í hruninu og eru í eigu ríkisins sem hefði mátt nota fremur en að byggja rándýrt nýtt hótel og virðist alls ekki ljóst hvort þjóðarsjúkrahúsið rísi við gamla landspítalann?

Hvar á landspítalinn að vera staðsettur – hefur verið í deiglunni á annan áratug. Umfjöllun í Kastljósi sýndi það glögglega engin samstaða hjá fagfólki – hvergi kom fram hvað yrði hagkvæmt fyrir sjúklingana er þar munu verða til lækninga. Skýrslur og nefndir með tilheyrandi tæknimenntu aðstoðar hafa komið og farið; verðugt verkefni fyrir ríkissjónvarpið að kafa ofan í þann kostnað.


mbl.is Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV OG 365 blási til söfnunar fyrir Samhjálp/Hlaðgerðarkot -

Samhjálp eru hjálparsamtök í okkar samfélagi sem vert er að hjálpa; yrði mikill missir fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur er eiga í vanda ef þau væru ekki til staðar. Samtökin hafa ekki fengið næga athygli fjölmiðla eins og önnur hjálpasamtök  með opinberum stuðningi og söfnum í fjölmiðlum; kominn tími til að Samhjálp fái slíkan stuðning og  blásið verði  til sóknar með listamönnum til söfnunar þeim.

Undirrituð leggur til að safnað verði sérstaklega fyrir Samhjálp og útigangsfólk hjá  RÚV og 365 sem allra fyrst; listamenn munu óefað leggja málefninu  lið með glöðu geði.

Hlaðgerðarkot og Kaffistofan starfa á kristilegan og óleigingjarnan hátt af litlum efnum; samt sem áður tekist að hjálpa mörgum er hafa fengið bata  og orðið nýtir borgarar í samfélaginu á nýjan leik.innocent


mbl.is Samhjálp leitar til landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Global blue" náttúruvernd - fyrir Ísland?

 Umræða um náttúruvernd hefur náð þokkalegri pólitískri sátt hér á landi – svokallaðir  vinstri flokkar geta ekki talið sig hafa einkarétt á henni enda verða þá engar framfarir. Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona gat sparað „heimsfræga“ púðrið sitt til áhrifameiri  umræðu á heimsmælikvarða; til þess hefur Björk  alla burði með frægð sinni sem tónlistarmaður - en það ógnar ef til vill hennar eigin hagsmunum að hafa áhrif á svo risavaxna hagsmuni?

Ekki óþekkt að fólk hafi goldið fyrir þ.h. tilraunir með lífi sínu.

Vaxandi vatnsskortur á neysluvatni er ógnvekjandi og verðugt verkefni fyrir Björk Guðmundsdóttur,tónlistarkonu að hafa  áhrif með frægð sinni; þar eiga í hlut stórþjóðir með risaframkvæmdir sem fáir gætu ímyndað sér. Má nefna vatnsflutninga frá Suður – Kína til Norður-Kína, 1264 km leið, af því leiða risavaxin umhverfisáhrif og þarf að flytja 330þús manns til nýrra heimkynna auk ófyrirséðra umhverfisáhrifa í landbúnaði.

Vatnsyfirborð Aralvatns í Kasakstan fyrrum  Sóvétríkja lækkaði um 10m. árin 1961-1985 vegna uppdælingar og áveitu á ræktarland. Fyrir 1960 var Aralalvatn 68.000 ferkm. en breyttist þá í fjögur stöðuvötn niður 17.16þús,ferkm., árið 1964. Árið 2007 var vatnið komið niður í 6.800 ferkm., um 10% af upphaflegri stærð. Hefur minnkað mikið síðan; uppþornaður vatnsbotninn er nefndu Aralkun- eyðamörkin.

Í Kaliforníu er umdeilt verkefni verið að reisa stærstu hreinsunarstöð á Vesturlöndum er felst í að breyta sjó í drykkjarvatn.– ekki allir umhverfissinnar eru hrifnir, við hreinsunina fellur mikið salt og öðrum steinefnum er geta valdið ófyrirséðum skaða á lífríki og náttúru.

Að koma hingað, ráðast á eigið fósturland og nota til þess Iceland  Airwaves  tónlistarhátíðina var ekki skynsamleg náttúruvernd – að reyna vekja athygli erlendra  tónlistarmanna á að Ísland væri ábyrgðarlaust í raforkuframkvæmdum/náttúrvernd var vond landkynning, ekki bætti „taglhnýtingur" Bjarkar,  Andri Snær Magnason, rithöfundur og umhverfissinni þá kynningu.

 

(Upplýsingar teknar úr Bændablaðinu 5.nóv. 2015 bls. 20-21)

 

 

 


mbl.is Kynnir loftslagsáætlun í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður "stóriðju-ferðamennska" - vandamál framtíðar?

Skúli Mogensen, flugrekandi fór mikinn á Rás2 í morgun til varnar Björk, tónlistarkonu og Andra Snæ,umhverfisverndursinna  vegna“árásar“ þeirra á virkjunarframkvæmdir hér á landií þágu náttúruverndar. Fleira gæti hangið á spýtunni hann á mikilla hagsmuna að gæta með sókn sinni inn á ferðamannaiðnaðinn í flugsamgöngum?

Umræða um verndun náttúrunnar er mikilvæg en getur ekki verið eign sérstakra stjórnmálaflokka eða listamanna; má telja að umræðan hér á landi þyki sjálfsögð og sívirk þegar virkjanaframkvæmdir koma til álita.

Skúli Mogensen ætti að líta sér nær um að ferðamanniðnaður stefni ekki í að verða stjórnlaus stóriðjuferðamennsku ;auk þess er skiplag um aðgengi ferðamanna hér á landi í skötulíki – engin samstaða hvorki hjá stjórnvöldum eða ferðaþjónustu, ef ekki tekst að ná viðundandi lausnum getur orðið stórfellt náttúruslys vegna of mikils ágangs ferðamanna – og græðgi ferðaþjónustufyrirtækja þar með talinn flugrekstur.

Þá fór Skúli Mogensen með rangt mál að tekjur af ferðamönnum sköffuðu þjóðarbúinu hæstar útflutningstekjur.

Undirrituð birtir hér að neðan útreikninga Hagstofu Íslands er lýsir heildarútflutningstekjum ferðaþjónustu með sterkum rökum:

Hagstofan: „Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun“.

Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.

Þessi rúmu 40% samanstanda af:

  • Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendis
  • Leigutekjum íslenskra flugfélaga erHendis
  • Tekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækningu
  • Tekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.

(Skýrsluna má skoða í heild sinni hjá hagstofunni)


Jón Pálsson Maríuskáld:

UM MARÍU GUÐSMÓÐUR:

 Máría sárin

mætust bætir,

menn fá af hennar

magni fagnað.

Veitist sveitum

vildust mildi

móðir þjóða og margar bjargir.

 

Jón Pálsson Maríuskáld (um 1390 – 1471) var íslenskur prestur/prófastur og skáld á 15.öld.Eitt helsta skáld síns tíma og orti Maríulykil og fleiri lofkvæði um Maríu guðsmóður. Sumum samtímamönnum hans þótti nóg um lofið og fékk hann af því viðurnefnið Maríuskáld.

 Eigið góðan sunnudaginnocent

 


Iceland Airwaves tónlistarhátíð: Björk og Andri Snær baða sig í sviðsljósinu?

Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar viðkvæm mál eins og náttúrvernd eru notuð gegn raforkuframleiðslu, háhitavirkjunum og vatnsaflsvirkjunum hér á landi; að ekki sé verið að slá ryki í augun á fólki um hvað virkjanir snúast. Björk, tónlistarkona og Andri Snær, umhverfissinni ruddust fram með blaðamannafundi og yfirgangi til verndar raforkuauðlindumí krafti peninga og frægðar; Gísli Marteinn fylgdi fast eftir með sjónvarpsþætti í ríkissjónvarpi á RÚV í gærkveldi.

 Gott væri fyrir Björk, Andra Snæ,  Gísla Martein og  þeirra  kynslóð að íhuga hvers vegna  þeim hlotnaðist  gott viðurværi og menntun er þau byggja á  tilveru sína og velgegni.  Er það ekki vegna virkjunarframkvæmda síðustu aldar  og verðmætra fiskimiða?

 Umræðan getur tæplega  snúist um að nýta ekki auðlindir landsins það er undirstaða lífsafkomu komandi kynslóða eins og verið hefur. Kynslóðir 21aldar munu þurfa á þeim að halda til að geta búið í velferðarsamfélagi áfram. Rétt eins og núverandi kynslóð og kynslóðir síðustu aldar nutu framfara og velsældar vegna umræddra auðlinda.

Hins vegar ætti umræðan um friðuð svæði að fara fram jafnframt ákvarðanatöku um  virkjanir. Þá verða til fleiri svæði líkt og Vatnajökulsþjóðgarðurinn. Um hlutlæga umræðu þar af lútandi ættu umrætt fólk að beita sér fyrir; í krafti peninga sinna frægðar og áhrifa.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband