Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Góđar jólamessur.

Útvarpssmessan í Brautarholti hjá sr. Gunnari Kristjánssyni í dag  var  falleg og látlaus, hćgt ađ heyra sönginn fyrir orgelinu. Sama má segja um sjónvarpiđ. Góđ messa hjá herra Karli í gćrkveldi.  Fallegast var lagiđ sem kórinn söng án undirleiks. Orgeliđ yfirgnćfđi samt aldrei sönginn eins og stundum er međ pípuorgel.

Ađ mínu mati er messusöngur fallegastur án hljóđfćris. Hef aldrei ţorađ ađ setja ţá skođun mína á prent en hvers vegna ekki? 

 Fór fyrir nokkrum árum  til jólamessu, ađ hlusta á aldinn prédikara sem er mér hjartfólginn. Tók ömmustúlkuna mína međ til ađ hún gćti líkađ kynnst ţessum góđa prédikara, varđ hún ţar međ fjórđa kynslóđin sem átti ţess kost ađ kynnast honum.Prédikarinn brást ekki en söngurinn heyrđist ekki fyrir pípuorgelinu. Mér fannst eins og höfuđiđ ćtlađi ađ springa, tónarnir voru svo sterkir. Hugsađi međ mér ađ tóneyra mitt vćri bara svona lélegt, skammađist mín óskaplega.

Bragđ er ađ ţá barniđ finnur. Á heimleiđinni sagđi barniđ: “Amma,  ég heyrđi ekki sönginn ţađ var svo mikill hávađi í orgelinu, mér líđur bara illa.” Mér finnst gaman af orgeltónlist, pípuorgeliđ á vel  viđ á tónleikum og svoleiđis. Hentar ekki eins vel í messu ţar sem tilbeiđsla og lofgjörđ nýtur sín best í mannsröddinni ţegar sungiđ er af innlifun og tilbeiđslu.


Gleđilega jólahátíđ ágćtu bloggarar - jólin eru ljósiđ í myrkrinu -

Nú styttist í hátíđina senn verđur heilagt kl. sex eins sagt er. Allt hljóđnar og kyrrđ fćrist yfir. Ţá koma minningar upp í hugann hjá mörgum.  Mér verđur hugsađ til bernskujóla minna í sveit. Er svo heppinn ađ eiga minningar sem gott  er ađ hverfa til. Mín fyrstu bernskujól sem ég man eftir eru aftur í ţann tíma ţegar ekki var rafmagn Ţeim tíma fylgdi oft myrkfćlni, sem ég fór ekki varhluta af. Ţorđi ekki um hús ađ ganga eftir ađ myrkva tók nema hafa ljós í hendi.

Eitt kvöld var undantekning. Ţađ var ađfangadagskvöld, ţá var ég örugg, fannst ađ ekkert illt gćti veriđ á sveimi međan Jesúbarniđ vćri gestur.  

Jólaundirbúningur fór fram á heimilinu, allur bakstur og hreingerning, sem alltaf fylgdi mikil stemming. Allt varđ ađ vera  hreint og fágađ. Mitt hlutverk var ađ fćgja lampana og ţótti mikiđ vandaverk. Á mannmörgu heimili var ekki gefiđ ađ allri ćttu til skiptanna í rúmiđ. Ţađ kom ekki ađ sök ţví hinn svokallađi fátćkraţerrir eins og ţađ var kallađ kom alltaf á Ţorláksmessu til ađ ţurrka ţvottin. Heilaxs heilagur Ţorlákur ţótti ekki bregđast.Undirbúningi lauk ţegar hangiketiđ var sođiđ á Ţorláksmessu. 

Kl. sex á ađfangadagskvöld settust allir hreinir og prúđbúnir ađ jólaborđinu ţar sem bćđi rjúpur og hangiket voru á bođstólanum. Ekki voru jólagjafir margbrotnar, kerti og spil fastir liđir, ein bók á mann ef hćgt var og ţótti mikil stógjöf. Tilhlökkun jólanna  samt engu minni en nú. Viđ áttum sannarlega gleđileg jól.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband