Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.10.2019 | 14:59
Stjórnunarvandi á hjúkrunarheimilum.
Ófaglært ungt fólk er uppistaða í aðhlynningu á hjúkranaheimilum. Besta fólk en vantar leiðbeiningar og skipulagningu,mæting er upp og ofan, þá er ekki brugðist við og gert það nauðsynlegasta.Margt af þessu unga fólki er ópersónulegt, að það nálgast að vera útbrunnið í starfi.
Alltaf þarf að mata einhvern, það gert á tilgangslausum hlaupum fram og aftur við matborðið ein og ein skeið í einu; fólk er yfirleitt nokkuð sjálfbjarga; getur meira og minna hjálpað sér sjálft og hvert öðru;en það má helst ekki - af hverju?
Foræðishyggjan óskapleg - ekki má heyrast hósti né stuna þá er komið með írafári og manni borðin fylgd inn til sín - ekkert að og fólkið sem þarf á þjótstuna situr með sárt ennið?
þvotturinn er sér kapítuli út af fyrir sig þó hann sé yfirleitt merktur. Hann er tekinn, þegar hann kemur, þá settur í skápana án án þes að við sjáum.- ef vantar þvott þá á að gefa lýsingu sem er send í tölvupósti -sem enginn les - ef það er ekki nægilegt á að hafa samband við einhvern yfirmann sem ekki er einu sinni í húsinu.
Ef vantar á vaktina er er ekki skipulagt hvað þarf að að vera forgangi - enginn skipuleggur vinnuna allt verður miklu erfiðara.
Launin þykja lítil - er ekki geri ég lítil úr því - samt verða menn að fylgja skyldum sínum. Kaupið er nánast orðin fóbía og hefur áhrif á áhugaleysi fólks- sem ekki er neitt sjálfsagt.
Aldrei hefur verið eins góð aðstaða; nú lyftur fyrir sjúklinga sem áður þurfti að bera af minnst fjórum í einu. Þetta er kerfislegur vandi er gerir vinnuaðstæður nánast óbærilegan; kerfið stjórnar sér sjálft.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook
23.10.2019 | 22:32
Vandinn í heibrigðiskerfinu
Að mörgu leyti hægt að taka undir með Ásmundi þingmanni um stjórnunarvanda í heilbrigðiskerfinu en fleiri yfirstjórnir bæta ekki vandan.
Við þurfum ekki fleiri yfirstjórnir heldur verður að færa stjórnina nær veruleikanum á hverri vakt.
Þekki breytinguna þegar mötuneytið í Fossvogi var flutt niður á Lansann; allt kerfið sett undir einn hatt; of margir stjórnendur sem stjórnuðu með misvísandi tölvupósti utan úr bæ; man eftir einum stjórnanda er vann á Mbl skrifaði um stjórnun
Starfsfólkið í eldinum hvern dag hefur lítil samskipti milli vakta; nema í tölvupóstum sem enginn nennir að lesa.
Hér var ekki um stóra einingu ræða en gefur vísbendingu um að mannleg samskipti eru nauðsynleg en ekki fyrirskipanir utan úr bæ.
Hef um nokkurt skeið setið hinu megin við borðið sem sjúklingur á mörgum deildum; sami vandinn er óbreyttur verra ef nokkuð er.
-Nei,það þarf að bæta öll mannleg samskipti og vaktstjórinn hafi yfirsýn hvernig á að skipuleggja daginn-
22.10.2019 | 16:08
Vegafæði eða íslensk framleiðsla.
Nýjasta skúbbið frá Landsþingi Vinstri grænna; alls ekki borðað lambakjöt ekki vænlegur flokkur til að styðja íslenskan landbúnað. Er betra að lifa á innfluttu káli og baunum. Hver heldur því fram að grænmetið sé vistvæn fæða" fremur en lambakjöt frá okkur sjálfum er lifir frjálst úti á heiðum landsins.
Dvaldist á sjúkrahúsi með konu er hafði alvarlega sýkingu í lifur vegna þess hún borðaði grænmeti, innflutt þokkabót; lét sér ekki segjast fékk vegafæði hvern dag utan úr bæ.
Ekki veit ég hvernig konunni farnaðist en á grænmeti ætlaði hún að lifa eða deyja.
Mikil var trú þín kona.
Eða áróður um að kolefnisjafna þetta of hitt svo sem forarmýrar er enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi.
Þannig var ástandið heima hjá mér;hættið þessu bulli og látið skynsemina ráða.
Ekki minni líkur að ósonlaginu verði lokað með vísindalegu hætti.
Ekki var minna hlægileg minningarathöfnin um Okið; boðaði heimsenda fyrr en síðar. Fjölmiðlar gleyptu agnið, þvílík uppakoma.Hefur Okið ekki horfið áður fyrir ekki svo löngum tíma?
Væri ekki skynsamlegra að snúa sér að mengun í borginni og ferðamannaskipum er kom nú í röðum til landsins vegna þess að aðrar þjóðir vilja ekki mengun þeirra?
21.10.2019 | 18:08
Stjórnarskráin - grunnlög þjóðar
Að endurskoða stjórnarskrána;virðist vera markmið svokallaðra vinstri flokka; helst að rífa plaggið í tætlur á einu bretti.
Þyrnir í augum þessa fólks er einungis að breyta breytunnar vegna; grunn lög þjóðar eru undirstaða lýðræðis;svo mun vera áfram.
Hverju ætlar fólk að breyta,hætta við hlutfallskosningar og færa allt til Reykjavíkur; er ekki nóg að stjórnkerfið hafi þar aðsetur.
Enginn þingmaður er í Washington; af hverju; þar situr allt stjórnkerfi ríkja USA.
Hvernig ætlar fólk að hafa eignarhald á auðlindum;verða þær þjóðnýttar með réttlátum hætti, eða fáum við enn einn "orkupakann"?
Nei,en það er markmið félagshyggjunnar; eins og ríkiskerfið hefur nú reynst í Sovét að ekki sé minnst á þúsund ára ríkið er lagði alla Evrópu í rúst.
Betra er að fara hægt í sakirnar og í upphafi endirinn skoða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook
19.10.2019 | 15:29
Sameinuðu þjóðirnar leggja áherslu á fæðuöryggi (FAO).
Matvælaskortur er vaxandi áhyggjuefni um allan heim; yfir einn milljarður búa við alvarlegan fæðuskort og enn annar milljarður þjáist af bætiefnaskorti. Fæðuöryggi verður ekki slitið úr samhengi við þróun landbúnaðar; alls ekki er önnur staða hér á landi.
Sameinuðu þjóðirnar miða við að hvert land geti búið sem mest að sínu er dragi út togstreitu og átökum út af fæðuskorti. Þjóðir sem búa að sínu eru betur í stakk búnar til að mæta náttúrhamförum, sjúkdómum eða styrjöldum er upp kunna að koma.
Íslenskur landbúnaður er í skotlínu tækifæris sinna; þjóðin verður að halda vöku sinni.Stjórnmálin sleppa að mestu umræðum og lítið tillit tekið til aðvörunar FAO um fæðuöryggi;að allir tryggi öryggi sitt fyrir eigin lýðheilsu.
Ábyrg fisveiðistefna er einn af þeim þáttum er FAO legur áherslu; sem er í nokkuð góðu ástandi hér miðað við aðrar fiskveiðiþjóðir.
Hafa engir stjórnmálflokkkar vaknaðaf af Þyrnirósarsvefni um matvælaöryggi; er samt annað mál; að trygga öryggi íbúa gagnvart fæðu úr nærumhverfi. Innflutning matvæla verður að minnka og fækka heildsölum er beita þrýstingi til meiri og meiri innflutnings.
Vinstri grænir á Landsþingi sínu fara mikinn um veganfæði; þar vanti áherslur; en leysir alls ekki yfirvonandi matvælaskort framtíðarinnar.
Hvers vegna eru þingmenn kærulausir um ofangreind mál?
Enginn tekur ábyrga umræðu; hvaða þingflokkuar hafa tekið á þessum málum?
Hvar eru Miðflokkurinn og Framsókn!?
18.10.2019 | 21:07
Eigið góða helgi og sunnudag.
Eigið öll góðan sunnudag:
BÆAN UM SJÖ GJAFIR HEIKAGS ANDA: Skilningur Andi skilnings, veittu mér ljós, svo að ég megi þekkja og elska sannleika trúarinnnar og að ég eigni mér hann.
Bæanakver Kaþólska kirkjan á Íslandi
Sigríður Laufey Einarsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook
17.10.2019 | 23:24
Árásir á ísl. landbúnað - forsetinn láti rödd sín heyrast sem allra fyrst!
Hart er sótt að landbúnaði hér á landi þrátt fyrir loforð um gull og græna skóga. Ranglát gagnrýni að sauðfjárrækt sé dýr, hægt að flytja inn ódýrari vörur;r óvægin umræða um loflagsmál en engar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar.
Sama umræða er um framleiðslu svínakjöts,alfuglakjöts, nautakjöts og mjólkauafurða ;Rafmagn ætti að leggja til á hagstæðu verði;er forsenda fyrir að ylrækt blómgist
Byggðasjónarmiðin er samtengd ferðaþjónustunni hér á landi hvar eru talsmenn landbúnaðar á Alþingi?
Forseti Íslands þarf að taka á þessum málum; löngu kominn tími til að hann láti rödd sína heyrast um landsbyggðina!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2019 kl. 21:13 | Slóð | Facebook
16.10.2019 | 23:33
Ísland versus Bandaríkin eða kína?
Kína og Bandaríkin eru tvö stærðu hagkerfi heims og gætu skilist að og beitt hvort fyrir síg áhrifum á viðskiptin um allan heim. Kínverjar gætu seilst til áhrifa á ferðamennsku hér á landi og vilja nota Norður skautið fyrir siglingar;hvenær verður Ísland álitið mikilvægt í því ferli?
Bandaríkin hafa brugðist við þeim vanda með auknum hernaðarumsvifum í Keflavík; Ísland hefur ekki langan tíma til að ákveða sig? , varaforsetinn kom hingað til lands og lagði áherslu að Ísland notaði ekki svokallaðan 5G-búnað frá Huawei.
Mörg spil verða á lofti en telja verður að Ísland fylgi vestrænu hagkerfi. Tolla stríð Kína og USA hefur sín áhrif?
Donald Trump, forseti USA hefur hafið tollastríðið; skiptir miklu máli að hann verði endurkjörinn;að hann verði ekki skotinn niður í þessu ógnvekjandi viðskipta stríði sem ógnar framtíðinni norðurslóðum og öllum heiminum?
15.10.2019 | 19:59
Heilbrigðiskerfið -Heibrigðiráðherra
Þörf umræða að brjóta til mergjar vinnufyrirkomulag frá augum þess er hefur kynnst veruleikanum sem sjúklingur; hef dvalið á fimm stofnunum á stuttum tíma.
Sérhæfingin alls ráðandi -allt er komið undir einn hatt-sjá um matinn,aðhlynningu ófaglærðra - þá sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar.
Starfsfólkið gerir sitt besta, er undir miklu álagi,séð með augum sjúklings- og starfsmanna - nánast sem stjórnleysi þeirra í milli; ef fólk veikist þá er lítil sem engin skipulagning hvað sé nauðsynlegt að gera þann daginn.
Nóg er álagið þó skipulagsleysi og stjórnleysi bætist ekki við. Eiginlega allt komið í kerfi -lítil samskipti milli fólks -má segja að kerfið sé eins og grimmt dýr sem engum þyrmir.
Fer ekki dýpra í sérhæfinguna en er til staðar upp allan skalann. Sjúklingar er fara t.d. í krabbameinsskurð, hálfgert færiband - sjúklingurinn orðinn verkefni - lítil samskipti, margir fara inn skelfingu losnir;en það er engin miskunn -þarf að ganga fljótt fyrir sér.
Verðugt verkefni fyrir heilbrigðisráðherrann og aðstoðarmanns hans -að huga að betri skipulagningu,þá yrðu störfin léttar - nóg er álagið samt?
Launin eru lítil, bætir ekki úr skák, að stjórnleysið virðist vera "fíllinn í stofunni"- nánast óbærilegt bæði fyrir starfsfólk og - sjúklinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2019 kl. 00:15 | Slóð | Facebook
14.10.2019 | 11:34
Sameining sveitafélaga?
Sameining sveitarfélaga hefur lengi verið í burðarliðnum einu sinni nefnt "þriðja stjórnsýslustigið".Þó nokkur reynsla hefur komið í ljós -minnist þess hvernig Bakkafirði/Skeggjastaðahrepppi var eytt.
Kom til Bakkafjarðar sem kennari, 1990. Þá var þar blómlegt byggðalag. Skóli,heilsugæsla,verslun, pósthús og öflug björgunarsveit,fiskvinnsla og uppbygging Hraungerðis til verkunar grásleppuhrognum -fiskvinnslan á brauðfótum - Fiskvinnslan endaði með að flytja fisk frá Hafnarfirði til Bakkafjarðar.
Gott vegasamband orðinn veruleiki milli Bakkafjarðar og Vopnafjarðar- öll bankastarfsemi - í Vopnafirði - allt virtist stefna í rétta átt.
Rannsaka þarf afskipti ríkis, stjórnsýslunnar í Sjávarútvegi áhrif sameiningu kirkjunnar þar sem elsta kirkjan á Austurlandi varð eiginlega lögð niður
-Hvaða áhrif höfðu pólitísk öfl á þetta sorglega ferli?
Tag Friends Check in Feeling/Activity |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2019 kl. 00:16 | Slóð | Facebook