Færsluflokkur: Menning og listir
24.12.2006 | 08:35
Gleðilega jólahátíð ágætu bloggarar - jólin eru ljósið í myrkrinu -
Nú styttist í hátíðina senn verður heilagt kl. sex eins sagt er. Allt hljóðnar og kyrrð færist yfir. Þá koma minningar upp í hugann hjá mörgum. Mér verður hugsað til bernskujóla minna í sveit. Er svo heppinn að eiga minningar sem gott er að hverfa til. Mín fyrstu bernskujól sem ég man eftir eru aftur í þann tíma þegar ekki var rafmagn Þeim tíma fylgdi oft myrkfælni, sem ég fór ekki varhluta af. Þorði ekki um hús að ganga eftir að myrkva tók nema hafa ljós í hendi.
Eitt kvöld var undantekning. Það var aðfangadagskvöld, þá var ég örugg, fannst að ekkert illt gæti verið á sveimi meðan Jesúbarnið væri gestur.
Jólaundirbúningur fór fram á heimilinu, allur bakstur og hreingerning, sem alltaf fylgdi mikil stemming. Allt varð að vera hreint og fágað. Mitt hlutverk var að fægja lampana og þótti mikið vandaverk. Á mannmörgu heimili var ekki gefið að allri ættu til skiptanna í rúmið. Það kom ekki að sök því hinn svokallaði fátækraþerrir eins og það var kallað kom alltaf á Þorláksmessu til að þurrka þvottin. Heilaxs heilagur Þorlákur þótti ekki bregðast.Undirbúningi lauk þegar hangiketið var soðið á Þorláksmessu.
Kl. sex á aðfangadagskvöld settust allir hreinir og prúðbúnir að jólaborðinu þar sem bæði rjúpur og hangiket voru á boðstólanum. Ekki voru jólagjafir margbrotnar, kerti og spil fastir liðir, ein bók á mann ef hægt var og þótti mikil stógjöf. Tilhlökkun jólanna samt engu minni en nú. Við áttum sannarlega gleðileg jól.
Menning og listir | Breytt 24.12.2019 kl. 12:50 | Slóð | Facebook