Eru sjúkir eldri borgarar "niðursetningar"?

Þegar sjúkir eldri borgara eru svo illa komnir að þurfa dveljast á hjúkrunarheimili eru þeir sviptir lífeyri sínum og skammtað skammarleg upphæð (52.000)fyrir persónulegum þörfum: Klipping/snyrting, snyrtivörur, sími/tölva, fatnaður og afþreying leikhús og þ.h.

Smánarleg framkoma;  brot á sjálfvirðingu þeirra og mannréttindum.

Við ofangreindar aðstæður ætti að fara fram hlutlaust mat á persónulegum þörfum viðkomandi að viðstöddum fulltrúa frá hinum sjúka.

Ekki að Tryggingastofnun eða hjúkrunarheimili hirði laun þeirra og skammti þeim smánar vasapeninga.

Brýnt er að breyta ofangreindu fyrirkomulagi og virða mannréttindi sjúkra eldri borgara.

 


Hvert er hæfnismat grunnskólabarna?

Eftir að hafa lesir upplýsingar um bókstafsgjöf í Mbl er undirrituð engu nær –hvað er „hæfnismat“?

Dæmi í  prófi : Anna fékk fimm karamellur, hún borðaði 2 –hvað eru margar eftir?

Óli svarar þrjár.

Lóa svarar hún gaf mér eina, borðaði sjálf tvær þá eru tvær eftir =2 karamellur

Sveinn svarar hún gaf mér tvær, borðaði sjálf tvær, gaf Lóu eina –það er engin eftir= 0 karamellur.

Hvaða hæfnismat fá framangreind börn í stærðfræði– hvaða bókstaf?innocent


mbl.is Hvaða þýða bókstafseinkunnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband