7.10.2015 | 21:59
Egilsstaðir - London beint flug.
Góð tíðindi fyrir Austurland nú verður hægt að skreppa til London í lengri eða skemmri tíma taka flug áfram er verður ódýrara en hér þekkist. Vonandi lækkar innanlandsflugið við samkeppnina. Flug Egilsstaðir - Reykjavík er ekki raunhæft nema líf liggi við heyrði frásögn manns nýverið hann greiddi 47.000 fram og til baka.
Sjálfsögð krafa að íslensku flugvélögin útskýri verðmuninn bjóði upp á lægri fargjöld. Bensínið er eflaust dýrara hér - ef til við væri hægt selja það í innanlandsflug á innkaupsverði?
![]() |
Flogið milli Egilsstaða og Lundúna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2015 | 02:32
Forsetinn hafi meirhluta -
Núverandi forseti virðist hafa breytt forsetaembættinu til frambúar með vísun til þjóðaratkvæðis samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskránni. Að kjósa næsta forseta með afgerandi hætti gerir stöðu hans sterkari með meirihluta þjóðarinnar að baki. Vonandi tekst að semja skýrar reglur þar um á mannamáli sem almenningur skilur; verði ekki lagtæknilegar flækjur með óskýru orðalagi og endalausri túlkun lögfræðinga/fræðimanna um hvað þær snúast.
![]() |
Forseti þurfi meirihluta atkvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóð | Facebook