21.9.2015 | 04:06
Brot á mannréttindum og stjórnarskrá -
Brot á mannréttindum og stjórnarskrá-
Eldri borgarar eiga rétt á óskertum launum/eftirlaunum óháð arði af sparifé sínu en greiði fjármagnstekjuskatt eins og allir aðrir. Svívirðileg framkoma við eldri borgara að svipta þá lífeyri frá tryggingastofnun/lífeyrissjóði er þeir hafa greitt í alla sína ævi.
Ef fólk hættir að spara hvaða fé á þá að taka að láni? Hver er þá tilgangurinn að spara ef ekki má njóta sparnaðarins? Framangreind eignaupptaka eða öllu heldur "rán" með lögum af einum hópi í samfélaginu er níðingsháttur sem jafnaðarmenn réttlæta. Hvers vegna einn hópur í samfélaginu; aðeins fólk á efri árum er hefur heiðarlega aflað sér sparnaðar gegnum ævina er það jöfnuðurinn?
Allir aðrir halda arði af sparifé/eignum sínum án þess að laun þeirra séu skert. Tekjur þegnanna í samfélaginu fara eftir menntun, reynslu; en ekki síst eftir dugnaði og ráðdeild; svipting/skerðing á eftirlaunum aldraðra er brot á mannréttindum og stjórnarskrá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:03 | Slóð | Facebook