Viðskiptabann stríðsástand?

Viðskiptabann milli þjóða á sér stað í auknum mæli og má líkja við stríðsástand. Eykur á eymd almennings, fyrirtæki verða gjaldþrota - atvinna minnkar. Viðskipti milli landa hafa í gegnum söguna aukið menningarstrauma um allan heim.

Efast má um að viðskiptabann minnki stríðsátök þvert á móti skapar það óviðunandi lífskjör,  hatur og hryðjuverk; viðheldur  stríðsátökum – er það tilgangurinn?innocent


mbl.is Umdeild tillaga hefur opnað umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun kosninga-aldurs orkar tvímælis -

Árni Páll og Katrín reyna allar leiðir að afla sér fylgis; man ekki betur en Jóhanna Sigurðardóttir hafi á sínum tíma verið verið aðalmanneskjan um að áfengisaldur yrði lækkaður í sama tilgangi. Það munar verulega á þroska þess sem er átján ára og sextán ára. Ungmennum er enginn greiði gerður að lækka kosningaaldurinn þau eru áhrifagjörn;  auðveld bráð fyrir óvandaðan áróður stjórnmálanna.

Áróður fyrir kosningar verður sífellt harðari af stjórnmálamönnum  og  óbeint af fjölmiðlum sem er öllu verri ekki síst fyrir unglinga á viðkvæmu þroskastigi.

Frekar að leggja sterka  áherslu  á gagnrýna hugsun  og siðfræði í skólum, leggja til þess sérstaka fjármuni; gera þau að sjálfstæðum hugsandi þjóðfélagsþegnum.

Leyfum unglingunum okkar þroskast í friði;þá verða þau hæfari til að taka þátt stjórnmálum í fyllingu tímans.


mbl.is Kosningaaldur lækki í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband