"Opið blogg "Til Bjarna Benediktssonar

Ágæti formaður var fjarverandi þegar þú varst hér fyrir austan 29.nóv. s.l. og langar að skrifa þér nokkrar línur. Var lengi í Kópavogi og studdi framboð þitt dyggilega 2013, slæmt að vera fjaraverandi.

Sendi þér samþykkt Landsfundar 2013:

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt:

"Ellilífeyrir verði leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir orðið hafa á LÆGSTU launum frá 2009.

merkir að hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%.Þetta er hin margumtalaða kjaragliðnun sem ekki er farið að leiðrétta enn. Síðan  hefur önnur eins kjaragliðnun orðið á þessu ári.

Skuldin við lífeyrisþega vegna kjaragliðnunar hefur því tvöfaldast.

Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gerir ekkert til þess efna kosningaloforðið og leiðrétta kjaragliðnunina eins og samþykkt var á landsfundi 2013.Það er kominn tími til að efna kosningaloforðið og hætta allri talnaleikfimi.

Talnakúnstir duga ekki lífeyrisþegum".

Má segja að lítið hafi orðið um efndir aðeins fengið litla hækkun; svona tvo eða þrjá þúsund kalla.

Fast kosningafylgi er ekki lengur fyrir hendi, getur breyst mikið á stuttum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til haft mikið  fylgi eldri borgara í langan tíma. Sá tími þar sem fylgi eldri borgara gæti breyst færðist sífellt nær.

Tel, að eftir fimm til tíu ár verði eldri borgara búnir að fá nóg af að vera settir hjá í  almennri launaþróun; svipting jólabónussins um þessi jól er hámark ósvífninnar; meðan allir aðrir launþegar  njóta hans.

Í skjóli samstöðuleysis okkar er ekki mikið mál að kría út hvað sem stjórnvöldum sýnist.

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa reynt að malda í móinn - og mun það hafa áhrif á fylgi flokkanna í næstu kosningum - innan  fimm til tíu ár mun það hafa afgerandi áhrif.

Eftir því sem nýjar kynslóðir koma meðal eldri borgar munu kröfurnar verða harðari í kosningum.

Sjálfstæðis flokkurinn getur ekki horft framhjá þessari þróun ef hann ætlar að lifa áfram í nánustu framtíð.

Mér finnst ekki hægt að ganga til næstu kosninga án þess að Sjálfstæðisflokkurinn taki sig á; að samþykktir á kjörum okkar séu ekki  marklaust plagg sem veifað er fyrir kosningar. 

Dekur flokksins við ungt fólk hefur farið fram úr öllu hófi; ynging á ráðherraembættum of mikil.

Hef ekkert á móti ungu fólki en þau hafa  gott af að  hafa fyrir tilveru sinni - stefna flokksins er nú að unga fólkið fái allt á silfurfati án nokkurrar fyrirhafnar. 

Birgir Ármannsson og f.l. af eldri kynslóðinni hefðu  fremur átt að koma til greina í embætti dóms- og kirkjumála - þessi skipting var allt of brött.

Það getur svo sem verið að ég verði sett út í kuldann; fái ekki að fara á næsta landsfund vegna þessa bréfs -  hef marga fjöruna sopið lífinu og munar ekkert um nokkrar í viðbót.

Sendi þér góðar óskir um friðsæla Aðventu og gleðilegra jóla

Bestu kveðjur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 2. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband