MINNING, MAGNI BJÖRNSSON

Við fjölskyldan fluttum vorið 1975 að Fjárræktarbúinu Hestií Borgarfirði, þegar Jón varð þar tilraunastjóri. Fyrsta verkefnið var að ráða þrjá fjármenn til þriggja fjárhúsa.

Yngsti fjármaðurinn kom austan af Fljótsdalshéraði aðeins 19 ára gamall. Það var Magni Björnsson. Hann kom um um haustið, fékk að hafa hestinn sinn með sér er hann hafði fengið hjá Pétri á Egilsstöðum en verið hjá honum um veturinn.

Magni var varð fjármaður í svokölluðum Austurhúsum, fjárhúsin voru frá gamla tímanum. þar var haft vothey í þessum húsum þurfti að moka upp úr gryfjunni og vikta á garðana vegna fóðurtilrauna.

Magni var hægur og fylginn sér kvartaði aldrei leysti hlutverk sitt sem  fjármaður með ágætum þrátt fyrir óboðlega vinnuaðstöðu

Hann var prúður í samskiptum, góður heimilismaður, varð vel til vina við syni mína innan við fermingu. Minnast þeir Magna með gleði og söknuði.

Um vorið héldu honum engin bönd hann vildi austur.

Síðan hittumst við Magni mörgum áratugum seinna. Hann var bílstjóri fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra á Héraði.Naut þjónustu hans stundum og rifjuðum við oft upp árið á Hesti.

Hann sami samviskusami drengurinn og ég þekkti hann. Magna er sárt sakanað af hinum fötluðu enda var hann ástsæll í starfi.

Að leiðarlokum þakka ég Magna trygga vináttu og góð samskipti - hann var kallaður langt fyrir aldur fram.

Guð blessi minningu hans.

Innilegar samúðarkveðjur til

eiginkonu, Þóru Friðriksdóttur,

móður og systra.

 

Sigríður Laufey Einarsdóttir.

 

 

 

 

 

 


JON VALUR, SÁ ER VINUR ER Í RAUN REYNIST .

Kynntist Jóni Val er ég kom í kaþólsku kirkjunnar,þekkti fáa en Jón Valur bauð mig glaður velkomna;það skipti máli að fá hlýar móttökur; hann var alltaf svo svo vingjarnlegur.

Jón Valur var vel menntaðir og fjölfróður um flesta hluti,einlægur trúmaður og báru skrif hans merki um að þar fór maður er vildi hafa það sem sannara reyndist.

Hann var skarpur og rökfastur penni, skrifaði fallegt skorinort mál.

Sakna Jóns sem góðs vinar.

Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.

 

Sigríður Laufey Einarsdóttir

 


mbl.is Andlát: Jón Valur Jensson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband