6.1.2010 | 01:33
Ríkisstjórn á brauðfótum
Vonandi eru þingmenn og ráðherrar búnir að jafna sig eftir skilaboðin frá forsetanum og standi saman um að kosning fari fram sem allra fyrst; engar ''maraþonumræður'' um setningu lagaramma um framkvæmdina.
Skipa þarf nýja nefnd til að ná samningum við Breta og Holllendinga, faglega ópólitíska nefnd, Svavar Gestsson og Indriði aðstoðarmaður fjármálaráðherra voru ótrúverðugir frá upphafi, pólitískir varðhundar ríkisstjórnarinnar er aldrei höfðu möguleika að hafa traust almennings í landinu; nefndin í heild pólitískt úr ranni ríkisstjórnarinnar.
Nú stendur ríkisstjórnin á brauðfótum og getur sjálfri sér um kennt; sá veldur er á heldur.
Ræða framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook