6.1.2010 | 15:25
Kópavogsbær seilist í vasa eldri borgara
Gunnar Birgisson skrifar athyglisverða grein í Mbl. í dag þar sem hann greinir frá, að nú skuli eldri borgarar greiða fyrir sund samkvæmt fjárhagsáætlun ,2010. Hefur ekki nóg verið gengið að lífskjörum eldri borgara með skerðingu lífeyris með þegjandi samkomulagi ''velferðarstjórnar'' Steingríms og Jóhönnu?
Auðvelt að ganga að eldri borgurum þar sem þeir hafa ekki bein hagsmunasamtök geta illa borið hönd fyrir höfuð sér.
Eldri borgarar þurfa að hugsa ráð sitt ef þeir verja ekki rétt sinn mun það leiða til smánarkjara ; þá er barátta fyrir núverandi hagsmunum einnig barátta fyrir kynslóðir sem á eftir koma. Engin lausn á rekstri bæjarsjóðs að ráðast að kjörum eldri borgara auk þess siðferðilega rangt og gefur vond skilaboð út i samfélagið.
Samkvæmt grein Gunnars mun hann ekki samþykkur framgreindri aðför að eldri borgurum; undirrituð skorað á eldri borgara að standa með Gunnari Birgissyni ef hann býður sig fram í komandi bæjarstjórnarkosningum í vor.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook