Að kaupa sér þingsæti á Akureyri - ekki mútur!?

Heyrði ekki betur í fréttum í morgun en framsóknarmaður á Akureyri ætlaði að bjóða sig falan fyrir tvær milljónir, fyrir öruggt sæti hjá Framsókn um helgina. “Ekki mútur,”sagði hann, “er að berjast fyrir heildina,” þ.e. á Akureyri. Hér er sleginn nýr tónn í kosningabaráttuna, að bjóða sig til sölu ef viðkonandi fær öruggt sæti.  

Er ekki nóg fyrir Akureyri að hafa Valgerði efsta fyrir norðan? Hefur sýnt sig hjá prófkjörum annarra flokka að fjölmennustu kjarnarnir hafa fengið öruggu sætin.

 Norðausturkjördæmi er stórt kjördæmi. Vonandi verður þetta sölutilboð/mútur til þess að aðrir hlutar kjördæmisins taki sig saman og kjósi öruggt fólk fyrir dreifbýlið. “Sölutilboðið” verður án efa vatn á myllu andstæðinganna  í komandi kosningum ef svona “mútustarfsemi” fær að þrífast í prófkjöri Framsóknar í Norðaustukjördæmi. 

Erfitt er að hugsa sér að umrætt sölutilboð verði til að auka fylgið þegar á heildina er litið. 

Á flokkurinn ekki nógu erfitt uppdráttar hvað varðar fylgi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Er ekki gott að frambjóðandinn auglýsi fíflhyggju sína með góðum fyrirvara.Ég hef ekki nokkra trú á að "sölutilboðið"verði vatn á myllu andstæðinga framsóknarfl.Það eru í öllum flokkum aular,bara misslæmir.Er ekki kominn þarna ágætis Akureyrarbrandari,kannsi geta þeir síðar meir farið að keppa við Hafnarfjarbrandarana.

 kveðja. 11.1.2007.kl.17.10

Kristján Pétursson, 11.1.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Geir Hólmarsson

Bara nokkur orð um þetta.

Ef þú ert í framboði þá getur þú ákveðið að aðhafast ekkert til að vekja athygli á þér.  Þú getur eytt 2 milljónum til að kaupa prentun og póstburðargjöld eða þú getur veitt þessum fjármunum inn í félagið sem þú býður þig fram í.  Markmiðið er það sama, hljóta kosningu.  Viðtakandi fésins er annað hvort prentarinn og póstmaðurinn eða félagið sem allir aðilar máls eru félagar í.  Féið rennur til félagsins, ekki einstaklingsins.  Fulltrúar flokka greiða almennt tíund til stjórnmálafélaga sinna. 

Skilgreining sú er Kristján Pétursson vísar í á ekki við í þessu tilfelli og því ómögulegt að kalla þetta mútur í því samhengi.  Í skilgreiningunni er talað um að bera fé á embættismann í stjórnsýslunni.  Það á ekki við hér né heldur er verið að greiða einstaklingi þetta fé.

Geir Hólmarsson, 12.1.2007 kl. 00:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband