15.1.2010 | 08:09
"Töskuberi forsetans"
Undarlegt hvað Íslendingar eiga marga bandamenn og samúð eftir að forsetinn tók af skarið, vísaði Icesavelögunum til þjóðarinnar og hafði viðtöl í erlendum fjölmiðlum er vöktu heimsathygli.
Hvers vegna gerðu ríkistjórn og embættismenn ekkert til að kynna málstað þjóðarinnar nema þá í "reykfylltum herbergjum á leynifundum" þar sem enginn veit hvað gerðist? Síðan fréttatilkynningar/ hræðsluáróður, skrattinn málaður á alla veggi ef reynt yrði að ná betri samningum.
Grunsamlegt er það ekki, vegna þess að Össur utanríkisráðherra (töskuberi forsetans), er í einhverjum samningaviðræðum í samhengi við ESB að leysa málið; ekki augljóst hvað það geti verið annað?
Ef til vill hentar Össuri betur að ferðast um heiminn og bera töskur forsetans.
Bretar og Hollendingar hætti einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook