12.1.2007 | 13:38
Borgarleikhúsið: "Footloose algjörlega frábært, æðislegt"
Footloose, algjörlega frábært, æðislegt,sögðu unglingabarnabörnin mín eftir sýninguna í gærkveldi. Er sammála, sýningin er vel leikin og sungin auk þess að vera með góðan boðskap. Sýningin fjallar um boð og bönn, hvað siðvitund og réttlæti geta verið áhrifarík þegar valdið fer yfir mörkin í mannlegu samfélagi.
Frábært að sjá hvernig unga fókið og fullorðna fólkið náði vel saman í sýningunni. Alltaf einhvers konar samhljómur í leikatriðunum bæði í sorg og gleði. Gott dæmi um hvað góð list getur skilað góðum boðskap út í samfélagið.
Leyfi mér að nefna sérstaklega Jóhann Sigurðarson, unga parið sem léku aðalhlutverkin, að ógleymdu skemmtilega Mikkaparinu. Öll sungu þau og léku með mikilli innlifun sem gerði sýninguna ógleymanlega. Tilvalin sýning fyrir stórfjölskylduna að fara á saman.
Takk fyrir ágæta söngfólk og leikarar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook