22.1.2010 | 22:47
Þjóðarsálin mætti skammast sín
Þjóðarsálin (borgarsálin) ætti að skammast sín skrifar fyrirsögn í bloggi sínu, "við þurfum ekki fréttir utan af landi"hvort sem henni líkar betur eða verr er ríkisútvarpið/sjónvarpið eign allra landsmanna og reynir að hagar sér samkvæmt því.
Mætti miklu frekar skera niður hrútleiðinlegar margendurteknar fótboltafréttir/handboltafréttir fluttar allan daginn í sjónvarpi og útvarpi. Viðtölin við undarlegar listaspírur er kallast listamenn er fáir eða enginn botna neitt í eru viðamikil í útvarpi og sjónvarpi. Þá mættu bjórauglýsingar hverfa af skjánum lítil sem engin menning í þeim nema síður væri. Endalausar fréttir af gömlum ljótum húsum í Reykjavík er ríkið á að halda við hvort sem það er hægt eða ekki. Mætti ég heldur fá að heyra aflafréttir af landsbyggðinni eða snjó á Akureyri.
Svæðisfréttamönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook