25.1.2010 | 09:28
Stjórnarskráin - í fullu gildi
Vandamálið með stjórnarskrána er að hún hefur ekki verið talin marktæk hvorki af löggjafarvaldi eða stjórnkerfinu yfirleitt; hún sé svo gömul og úr takti við nýja tíma. Verið sniðgengin, eitt nýjasta dæmið er að taka grunnlífeyrir af eldri borgurum með einu pennastriki.
Forsetinn hefur nú tekið upp þann sið að taka mark á stjórnarskránni og nú eru uppi háværar raddir sem aldrei fyrr að gera forsetann valdalausann. Virtustu lögspekingar hafa hver sína skoðun um hvernig stjórnaskráin eigi að vera, seint eða aldrei kemur sameiginleg niðurstaða frá þeim.
En er stjórnarskráin nokkuð úrelt á meðan við búum við spillt stjórnkerfi og stjórnmálaflokka er vilja sníða hana eftir því sem er þóknanlegt valdhöfum og ríkistofnunum.
Gott að forsetinn hafi málsskotsréttin í neyðartilfellum og líklega óbreyttan; gildi bara áfram eftir orðanna hljóðan eins og verið hefur.
Húrra fyrir forseta vorum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Facebook