Bæjarstjórn Kópavogs: - sendir röng skilaboð

Bæjastjórn Kópavogs hefur lagt fram fjárhagsáætlun  er var einróma samþykkt af öllum bæjarfulltrúum. Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri  hefur gagnrýnt að  eldri borgurum er þar gert að greiða fyrir sundferðir sínar; virðing og hefð fyrir félagslegum gildum virt að vettugi. 

Tveir bæjarfulltrúar hafa svarað í Morgunblaðinu: Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir  Sjálfstæðisflokki ( 15.01)og Guðríður Arnardóttir Samfylkingu (06.01). Þeirra sterkustu rök eru að eldri borgara greiði sama og börn. Börn  greiða ekki í sund heldur fá foreldrar  þeirra  frítt fyrir þau til sex ára aldurs og skólasund innifalið í kennslu skólanna, þá fá börn/unglingar styrk til íþróttaiðkunar en getur ekki  verið neinn samanburður um hvers vegna  eldri borgara  greiða fyrir sundferðir  eða var nauðsynlegt til  bjargar fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar.

Samfylking og Vinstri grænir settu á oddinn velferðarkerfið í síðustu kosningum en eftir valdatöku í stjórn landsins hefur slíkt ‚‘‘smámál‘‘ vikið til hliðar og gengið á kjör eldri borgar sem aldrei fyrr. Guðfríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Kópavogs fylgir "nýju vinstri stefnunni" trúverðuglega stærir sig af samstöðu bæjarstjórnar í málefnum bæjarins; að eldri borgarar voru sviptir þeim rétti að geta sótt sund án þess að greiða fyrir eftir 67ára aldur.

Núverandi formaður Íþrótta -og frístundaráðs Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir ætti að horfa inn á við og íhuga  siðferðileg samfélagsgildi til áhrifa   innan  íþróttahreyfingarinnar ekki síður mikilvægt en líkamlegar  æfingar. Þó hún þekki  nokkra eldri borgara er telja sig ekki muna um gjaldið eru kjör eldri borgara almennt séð rétt  til hnífs og skeiðar; ekki gert ráð fyrir tómstundaiðju.

Að eldri borgarar fái frítt í sund að loknum starfsdegi er prinsippmál um að halda siðferðileg gildi  í heiðri fyrir velferð í framtíðarinnar jafnframt  skilaboð út í samfélagið ekki síst til ungu kynslóðarinnar. 

Núverandi eldri borgarar er sú kynslóð er byggði upp efnahagslega kjölfestu og velferðarkerfi er ennþá heldur þrátt fyrir kreppuna: rafmang um öll byggðarlög, góðar samgöngur; - blómlegan landbúnað, tæknivæddan fiskveiðiflota,   og orkuver; er gefa gjaldeyrir í þjóðarbúið og mun bjarga þjóðinni út úr kreppunni.

Vonandi verður Gunnar Birgisson  leiðtogi í bæjarmálum enn um sinn, hann hefur mikla yfirsýn bæði félagslega og fjárhagslega, manna líklegastur til að finna sparnaðarleiðir án þess að skerða grunngildi í velferð bæjarbúa og hafa  samfélagsleg gildi  umfram allt að leiðarljósi.

Greinin birtist í Mbl. 28.01.2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband