14.2.2010 | 00:35
"Siðmenning kærleikans"
"Kærleikurinn er ekki útópía: Hann er viðfangsefni sem mannkyninu ber að leitast við að framkvæma með aðstoð Guðs náðar. Hann er falinn karli og konu í sakramenti hjónavígslunnar sem megin grundvöll "skyldu" þeirra og hann leggur grunninn að gagnkvæmri virðingu þeirra: fyrst sem hjóna og síðan sem föður og móður. Þegar þau taka þátt í athöfn sakramentisins, gefa hjónin sig hvort öðru og meðtaka hvort annað. Þau lýsa yfir vilja sínum að taka fúslega á móti börnum og koma þeim til menntunar. Á þessu veltur mannleg siðmenning sem ekki er hægt að skilgreina á annan hátt en með orðunum "siðmenning kærleikans".
Það er fjölskyldan sem tjáir þann kærleika og er uppspretta hans. Það er í gegnum kærleikann sem frumstraumur siðmenningar kærleikans streyma og þar finnur hún "félagslegan grunn" sinn.
Í anda kirkjulegrar arfleifðar töluðu kirkjufeðurnir um fjölskylduna sem "heimiliskirkju," "litla kirkju". Með því vísuðu þeir til siðmenningar kærleikans sem raunhæfa leið mannlegs lífs og friðsællar sambúðar: "Að vera saman" sem fjölskylda, að annast hvert annað, veita svigrúm í samfélaginu til að sérhver persóna fái fullgildingu sem slík - að fullgilda "þessa" einstöku persónu.
Oft á í hlut fólk með líkamlega eða andlega fötlun sem hið svokallaða "framsækna þjóðfélag" myndi kjósa að vera laust við. Jafnvel fjölskyldan getur á endanum orðið slíkt samfélag. Hún gerir það þegar hún losar sig við í hasti við fólk sem er aldrað, fatlað eða sjúkt. Þetta gerist þegar trúin glatast að í Guði "lif allir" (smbr. Lk. 20:38) og allir eru kallaðir til fullnustu lífs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:34 | Facebook