Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir kvartar yfir þögn Mbl vegna fréttar um að Gunnar Birgisson hygli vinum sínum og vandamönnum er upphrópun Fréttablaðsins fyrir jöfn tækifæri fyrir alla eins og læknirinn nefnir í bloggi sínu? Hvers vegna birtir Fréttablaðið aðeins grein bæjarstjórans Gunnsteins Sigurðssonar um ódýrt sund í Kópavogi en minnist ekki einu orði á þá lítilsvirðingu og andfélagslegu ákvörðun að fara ofan í vasa eldri borgara og rukka þá um sundferðir sínar.
Ekkert samráð við eldri borgar um málið auk þess er innbyrðis hefð milli sveitarfélaga að ellilífeyrisþegar fái gjaldfrítt sund en nú hefur bæjarstjórn Kópavogs einróma brotið samkomulagið með ruddalegri ákvörðun.
Er persónulega hissa á öldrunarlækninum - veit ekki betur en hann sé hálærður læknir í öldrunarfræðum frá Bandaríkjunum ; með sérstakar rannsóknir er sýna að hreyfing aldraðra lengir heilsu þeirra, bætir lífi við árin- og dregur úr lyfjakostnaði til þeirra.
Las um þessar rannsóknir í námi mínu í háskólanum um málefni aldraðra en þá var umræddur öldrunarlæknir staðsettur vestur á Ísafirði og fékk sent frá honum efni hann ætti að fletta í rannsóknum sínum og rifja upp gildi þess fyrir aldraða og samfélagið finna rökstuðning fyrir að ókeypis sund fyrir aldraða er allra hagur; sýnir auk þess öldruðum samfélagslega virðingu er þeim ber eftir langan starfsdag þá standa allir jafnir að vígi í raun og veru þegar upp er staðið.
Eru það ekki jöfn tækifæri fyrir alla eins og læknirinn leggur til grundvallar í bloggi sínu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:26 | Facebook