14.2.2010 | 16:43
Gott að búa með Gunnari Birgissyni í Kópavogi
Enginn vafi að stærsta framfaraskref í uppbyggingu Kópavogs hófs með Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra og núverandi frambjóðanda í fyrsts sæti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, Kópavogur varð í undraverðum tíma næst stærsta sveitarfélag landsins.
Undirrituð fór rútuferð um Kópavog í gær með Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra, sá með eigin augum framfarirnar á öllum sviðum mannlífsins. Allt byggt upp með þarfir ungra og aldna í huga: grunnskólar/leikskólar, íbúðir aldraðra/hjúkrunarheimili, íþróttamannvirki/sundlaugar, þá er allt umhverfi aðgengilegt með gangstíðum/hjólreiðastígum, ekki má gleyma nýju aðstöðu hestamanna og fyrirhugaðri reiðhöll þar til hestaíþrótta.
Gunnar Birgisson er rétti maðurinn sem bæjarstjóri næsta kjörtímabil hefur mikla yfirsýn til allra átta; mest um vert að hann hefur í framkvæmdum fyrir bæinn haft í huga velferð fatlaðra / aldraðra, lagt grunngildi að góðu velferðarsamfélagi í bænum; er með engu móti má spilla með andfélagslegum öflum er kenna sig við "jöfnuð og réttlæti" en hljómar sem rammfalskur tónn í eyrum.
Vonandi fær Gunnar Birgisson góða kosningu n.k. laugardag það tryggir áfram að gott mannlíf/ búseta verði áframí Kópavogi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.2.2010 kl. 20:03 | Facebook