16.2.2010 | 07:04
Velferđarkerfiđ á útsölu í Kópavogi
Núverandi bćjarstjóri Kópavogs Gunnsteinn Sigurđsson ( Fréttablađiđ 8.02)reynir ađ verja gjörđir bćjarstjórnar vegna gjaldtöku á eldri borgurum í sundlaugar bćjarins er kom eins og blaut tuska framan í ellilífeyrisţega án nokkurs samráđs viđ ţá. Hvađ sem líđur einróma samţykkt bćjarstjórnar er hún brot á siđferđilegum grunnstođum velferđarkerfisins er taliđ hefur veriđ eitt ţađ besta í vestrćnum lýđrćđissamfélögum.
Umrćdd gjaldtaka er ekki tekin vegna slćmra afkomu bćjarins, fremur árás á samfélagsleg gildi, er hingađ til hafa veriđ í heiđri höfđ í okkar samfélagi, ađ veita fólki er lokiđ hefur starfsdegi sínum viđurkenningu og hvatningu međ sundi án endurgjalds, hollri hreyfingu sér til heilsubótar andlega og líkamlega;- auk ţess sparađ félagslega ţjónustu/ummönnun viđ aldrađa lengur en ella.
Eldri borgarar í félögum á Stór- Reykjavíkursvćđinu hafa gjaldfrían ađgang innbyrđis í sundi en međ ákvörđun bćjarstjórnar Kópavogs er samkomulagiđ rofiđ, sundverđir hér í bć verđa eftirleiđis ađ vísa frá eldri borgurum utan sveitarfélagsins og eldri borgarar Kópavogs munu heldur ekki fá gjaldfrían ađgang í nágrannasveitarfélögunum.
Bćjarstjórinn útlistar gjaldtökuna eingöngu í krónum taliđ en er í raun ađ taka stórt skref í "gjaldfellingu" velferđarkerfisins án ţess ađ hafa nefnt ţađ á nafn viđ samtök aldrađra . Samfélagssáttmáli velferđarkerfisins viđ eldri borgara er rofinn, siđferđileg gildi fót um trođin; ekki nóg međ ţađ heldur býđur bćjarstjórinn eldri borgurum ţann hluta sáttmálans er ţeim tilheyrir til sölu á sérstökum vildarkjörum.
Greinin er birt í Morgunblađinu í dag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook