16.2.2010 | 16:37
Bómullarríkisstjórn
Hvað átti forsetinn að gera annað en vísa Icesavelögunum til þjóðarinnar; allt var undir stjórnkerfiskreppa, engin samstaða í stjórnmálum um ábyrga afstöðu, samninganefnd er ekki naut trausts þjóðarinnar; stjórnlaus ríkisstjórn þar Steingrímur situr með Jóhönnu og Samfylkinguna í bómull svo hún verði ekki fyrir hnjaski, Steingrímur á þönum út á við til varnar, löngu orðið gagnslaust, traust ríkisstjórnarinnar fer hratt minnkandi.
Hvað ætlar Steingrímur að bjóða þjóðinni slíkt ástand lengi getur ekki endalaust grafið í fortíðinni og gleymt slæmu efnahagástandi; haldið öllu í bóndabeygju til að halda fylgi frekar en að reyna að ná samstöðum um vandann.
Vekur von um árangur í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook