18.2.2010 | 22:04
Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
Áróður andstæðinga Gunnars Birgissonar er ekki trúverðug gangrýni um það sem betur mætti fari í málefnum bæjarbúa. Reynt er á allan hátt að koma á hann höggi með skotgrafahernaði, reyna að finna sökudólga í stuðningsmönnum hans.; misjafn sauður er í mörgu fé en er þverpólitískt fyrirbæri.
En allt er hey í harðindum fyrir málefnasnauða Samfylkingu undirrituð man ekki neinum málefnum til framfara er hafa komið fram í fjölmiðlum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor allra síst þeirra er minna mega sín.
Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir/bæjarfulltrúi lýsti yfir í (Mbl 18.o2) að aðalmál kosninganna væri að fella núverandi meirihluta til að koma á velferðasamfélagi hér í Kópavogi. Góðra gjalda vert, en stóð hann ekki með núverandi meirihluta í aðför að ellilífeyrisþegum og svipta þá gjaldfríum sundferðum án þess að leita álits þeirra í það minnsta.
Hvaða gjaldfelling kemur næst á velferðarkerfi bæjarbúa hvaða hópur í samfélaginu verður næst settur upp að vegg?
Í tíð núverandi meirihluta undir forystu Gunnars Birgissonar hefur verið unnið á breiðum grundvelli að uppbyggingu fyrir íþróttaaðstöðu/skóla, hjúkrunarheimili og félagsleg aðsetur fyrir unga og aldna.
Vonandi láta bæjarbúar ekki blekkjast og kjósa Gunnar Birgisson í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins næstkomandi laugardag til að tryggja sem best áframhaldandi velferðarsamfélag í Kópavogi.
Samfylking og Vinstri grænir sjá ekki skóginn fyrir trjánum vilja heldur ómálefnalega kosningabaráttu um svarta sauði er þeir sjá í hverju horni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook