Kosning Gunnars Birgissonar - áfram góð búseta allra aldurshópa í Kópavogi

Útdráttur úr kosningabloggi:  „Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir/bæjarfulltrúi lýsti yfir í (Mbl 18.o2) að aðalmál kosninganna  væri að fella núverandi meirihluta til að koma á velferðasamfélagi hér í Kópavogi. Góðra gjalda vert, en stóð hann ekki með núverandi meirihluta í aðför að ellilífeyrisþegum og svipta þá gjaldfríum sundferðum án þess að leita álits þeirra í það minnsta.“

16.02: „Núverandi bæjarstjóri Kópavogs Gunnsteinn Sigurðsson ( Fréttablaðið 8.02)reynir að verja  gjörðir bæjarstjórnar vegna gjaldtöku á eldri borgurum í sundlaugar bæjarins  er kom eins og blaut tuska framan í ellilífeyrisþega án nokkurs samráðs við þá. Hvað sem líður einróma samþykkt   bæjarstjórnar  er hún brot á siðferðilegum grunnstoðum  velferðarkerfisins er talið hefur verið eitt það besta í vestrænum lýðræðissamfélögum.

Bæjarstjórinn útlistar gjaldtökuna eingöngu í krónum talið en er í raun að taka stórt skref í "gjaldfellingu" velferðarkerfisins án þess að hafa nefnt það á nafn við samtök aldraðra . Samfélagssáttmáli velferðarkerfisins við eldri borgara er rofinn, siðferðileg gildi fót um troðin; ekki nóg með það heldur býður bæjarstjórinn eldri borgurum þann hluta sáttmálans er þeim tilheyrir til sölu á „sérstökum vildarkjörum“.“ 

14.02: „Enginn vafi að stærsta framfaraskref í uppbyggingu Kópavogs hófst með Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra og núverandi frambjóðanda  í fyrsts sæti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, Kópavogur varð í undraverðum tíma næst stærsta sveitarfélag landsins. „ 

Undirrituð fór  rútuferð um Kópavog í gær með Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra, sá með eigin augum framfarirnar á öllum sviðum mannlífsins. Allt byggt upp með þarfir  ungra og aldna í huga: grunnskólar/leikskólar, íbúðir aldraðra/hjúkrunarheimili, íþróttamannvirki/sundlaugar,  þá er allt umhverfi aðgengilegt með gangstíðum/hjólreiðastígum, ekki má gleyma nýju aðstöðu hestamanna og fyrirhugaðri reiðhöll  þar til hestaíþrótta.“

„14.02: „Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir kvartar yfir þögn Mbl vegna fréttar um að Gunnar Birgisson hygli vinum sínum og vandamönnum –  er upphrópun Fréttablaðsins fyrir "jöfn tækifæri fyrir alla" eins og læknirinn nefnir í bloggi sínu?

Hvers vegna birtir Fréttablaðið aðeins grein bæjarstjórans Gunnsteins Sigurðssonar um „ódýrt“ sund í Kópavogi en minnist ekki einu orði á þá lítilsvirðingu og andfélagslegu ákvörðun að fara ofan í vasa eldri borgara og rukka þá um sundferðir sínar.

Eru það ekki  jöfn tækifæri fyrir alla eins og læknirinn leggur til grundvallar í bloggi sínu?Halo

     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband