Engin framsókn á Austurlandi?

Nú er prófkjöri Framsóknar lokið í Norðausturkjödæmi. Akureyri og nágenni verma fjögur efstu sætin, “ hlutur Austurlands ekki fyrir borð borin,” sagði forystumaður Framsóknar fyrir norðan. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með prófkjörum undanfarið, komið hefur fram óánægja, menn sagt sig úr flokkum vegna þess að fjölmennustu kjarnarnir virðast sitja uppi með væntanleg þingsæti.

Umrætt prófkjör Framsóknar slær öll met þar sem Austurland fær engann þingmann. Ekki getur svona útkoma verið viðunandi lausn fyrir heilan landshluta, að missa sína tvo þingmenn. Hins vegar verður útkoman sennilega til þess að vænlegra verður að kjósa aðra flokka. Þar kemur  Sjálfstæðisflokkurinn sterkt út og gæti auðveldlega fengið fjóra þingmenn. Það yrði mátlulegt á félagshyggjuflokkinn Framsókn sem ekki gerði neina tilraun til að gera hlut Austulands viðunandi heldur klippti þá hreinlega út úr flokknum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri svo sannarlega mjög málefnalegt hjá austfirðingum að gera svo.  líklega muna þeir þá ekki hvernig framsóknarfólk á Akureyri td. beit a´jaxla og leit framhjá þeirri staðreynda hve hlutir þeirra var dapur fyrir 4 arum.  

Já þða sögðu menn þetta er OKKAR flokkur og tveir fulltrúar að austan komust inn, þetta köllum við samstöðu herna fyrir norðan. 

Ragnhildur Björg 15.1.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Samstaða hjá ykkur en ekki félagshyggja og verður ekki til að auka fylgið í framtíðinni.

Tel hættu á að þetta stóra kjördæmi fái aðeins einn mann fyrir ykkur á Akureyri í allra mesta lagi.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 15.1.2007 kl. 15:36

3 identicon

Skrýtin röksemdarfærsla, þetta snýst um fólk, þeir sem fólk treystir best hlutu flest atkvæði, þetta er eitt kjördæmi og á varla að skipta máli hvaðan þingmenn koma, ef þeir hafa þá þroska til að hugsa um hag allra.  Held að bæði Dagný og Jón Kristjánss. séu einmitt dæmi um slíkt fólk, þau stóðu sig vel og hugsuðu um hag kjördæmissins og landsins alls.  Varla ástæða til að ætla að Höskuldur Þór og Huld Aðalbjarnardóttir hugsi á öðru nótum eða hvað?

Ingimar E. 16.1.2007 kl. 09:00

4 identicon

þú getur skammað pabba..hann renndi norður á mývatn um helgina...greinilega framsóknarblóð í gamla...eitthvað sem ég erfði EKKI:)

magnús áskelsson 16.1.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ekkert framsóknarblóð í pabba þínum Maggi minn en hann hefur smitast af mömmu þinni?  ( Ekki frekar en í mér en við höfum alltaf verið fyrir samfélagið og það breytist ekkert og tilheyrir ekki neinum sérstökum flokki og tæplega Evrópusinnuðum framsóknarmönnum smbr. Valgerði)

Að mínu mati hafa þeir fyrir norðan bara verið félagshyggjumenn fyrir sig og mun aldrei detta til hugar né hafa þroska eða  yfirsýn yfir Norður-og Austurland sem eitt kjördæmi.

Ef Framsókn missir fylgi núna (sem hún gerir) þá er hugsanlegt að þeim fyrir norðan detti til hugar að leita eftir fylgi fyrir austan.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 16.1.2007 kl. 21:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband