30.3.2010 | 03:15
Verslunareigendur: "spilum saman"
Skilaboð komu nýverið til almennings um aukna verslun undir kjörorðinu "spilum saman", til að koma hreyfingu á viðskipti og þjónustu.
En hvað leggja verslunareigendur að mörkum á móti? Hvers vegna er ekki opnunartími verslana styttur t.d. lokað á mánudögum?
Vöruverð þarf að lækka með góðu móti hægt að spara með styttri afgreiðslutíma; í stað þess var afgreiðslutími lengdur í Hagkaup allan sólarhringinn er einungis veldur hærra vöruverði að óþörfu.
Herferð gegn löngum afgreiðslutíma er löngu tímabær; með lækkandi vöruverði geta enn fleiri verslað er kemur öllum til góða viðskiptavinum sem verslunareigendum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:36 | Facebook