31.3.2010 | 06:45
Tryggingastofnun rukkar út yfir gröf og dauða.
Tryggingastofnun sendi rukkun inn í einkabankann minn, til eiginmanns míns sem hefur verið látinn í tvö ár. Áreiðanlega er það lögbrot að senda látnum manni innheimtu inn á reikning eiginkonu án þess að tilgreindar séu ástæður.
Reyndi að skoða lög um Tryggingastofnun en varð mér ofviða í fyrstu atrennu vegna reglugerðarfrumskógar; er ekki virðist fær venjulegu fólki til skilnings jafnvel einnig lögfræðingum.
Jóhanna forsætisráðherra hefur látið boð út ganga að nú skuli gengið milli bols og höfuðs á ríkisstofnunum.
Löngu er tímabært að hreinsa til í Tryggingastofnun; gera lög og reglur aðgengilegar og læsilegar á mannamáli.
Áreiðanlega má minnka umfang umræddrar stofnunar um 60% án þess að skerða þjónustuna.
Tryggingastofnun hefur löngum verið undir stjórn krata/Samfylkingar svo hæg eru heimatökin fyrir Jóhönnu að hefjast handa fyrr en seinna.
Eftir að hafa reynt að lesa gegnum frumskóg reglugerða og laga um Tryggingastofnum er fyrsti skilningur minn að allt miðist við að komst hjá greiðslum og reyna að skerða umbjóðendur sína með öllum ráðum; stjórnarskráin virðist ekki vera í heiðri höfð hvað það meira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook