Föstudagurinn langi: Jesús deyr á krossinum.

Krossferilsbænir: 12. viðstaða.

P. (prestur).Vér tilbiðjum þig, Drottinn Jesús Kristur, og vegsömum þig.

A(allir). Því með þinum helga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

L.(lesari). Drottinn hangir negldur á krosstrénu. Hann biður fyrir kvalamönnum sínum. Á níundu stund hrópar hann hárri röddu: "Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig"? Og að dauða kominn mælir hann þessi bænarorð: " Það er fullkomnað. Faðir í þínar hendur fel anda minn". 

 

 

 

P. Vér tilbiðjum kross þinn, Drottin, og lofum og vegsömum helgu upprisu þína.

A. Því að fyrir krosstréð er gleði veitt gervöllum heimi.

P. Guð sé oss náðugur og blessi oss.

A. Hann láti sína ásjónu lýsa yfir oss og sé oss líknsamur.

L. Í augum kristins manns eru eigi framar til marklausar þjáningar. Jafnvel í dýpstu hyldýpisgjá stendur hinn krossfesti hjá honum.

P. Drottinn, Jesús, af auðsveipni við vilja föðurins léstu lífið á krossi, mönnum til hjálpræðis. Vér biðjum þig:

A. Vertu oss syndugum líknsamur.Halo


 

("Krossferilsbænir 12. viðstaða, úr krossferilsbænum Kaþólsku kirkjunnar,  fluttar  á föstunni,  enda á föstudaginn langa.")  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband