3.4.2010 | 16:07
Forpokaðir fjölmiðlar
Norðurlöndin og og Evrópa sýna beint frá hátíðlegum atburðum hans heilagleika páfans og þykir sjálfsagður virðingarvottur við kristna trú og menningu. Sjónvarpsmiðlar hérlendis ekki einu sinni ríkissjónvarpið sýna messur frá Róm.
Undarlegt þar sem lútersk kirkja er runnin undan rótum Kaþólsku kirkjunnar; hér á landi var kaþólsk trú í nokkur hundruð ár; áhrif kaþólskrar trúar hefur haft áhrif til góðs í trúarlífi og menningararfi þjóðarinnar. Um það má lesa í Kirkjusögunni er kom út í tilefni þúsund ára afmælis kristinnar trúar hér á landi.
Forpokaháttur fjölmiðla að hunsa boðskap páfans í Róm er óskiljanlegur og andtrúarlegur í garð kristni hér á landi.
Flytur páskakveðju á íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook