Hver er með allt á hælunum?

Eru yfirmenn ríkisstofnana heilagar kýr hafnir yfir gagnrýni? Agnes Bragadóttir hjá Mbl er góður penni um það er ekki að efast en fer hún ekki offari í pistli sínum, "Ráðherra með allt á hælunum" í Sunnudagsblaði (11.04)? Ekki ástæða til að hártoga bréf Álfheiðar heilbrigðísráðherra; afstaða ráðherrans er skýr hún vill að forstjóri Tryggingastofnunar leiti fyrst til heilbrigðisráðuneytisins  ef reglugerð er erfið í framkvæmd vegna þess  hún er illa skilgreind.

Ekki er frambærilegt af pistlahöfundi Mbl að setja fram "Gróusögur"  máli sínu til stuðnings: "Fjölmargir starfsmenn heilbrigðisgeirans hafa undanfarna mánuði látið í veðri vaka, að það væri ekki nein spurning um hvort heldur hvenær Álfheiður Ingadóttir myndi misstíga sig  með þeim hætti sem hún nú hefur gert".

Kerfi ríkisstofnana er eitt að því er þarfast endurskoðunar verði opnara; til að gagnrýnin umræða geti farið fram um það sem betur mætti fara. Reglugerðir við lög eru gagnrýni verðar ef þær ganga á skjön við viðkomandi lög er sett hafa verið.

Hvor  er með allt á hælunum Álfheiður Ingadóttir eða Agnes Bragadóttir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband