16.4.2010 | 14:30
Enginn má undan líta
Sorglegt, einn geðþekkasti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins telur sig knúinn að stíga til hliðar vegna rannsóknar á peningamarkaðssjóðum þar sem hann var í stjórn. Enginn af forystuliði Sjálfstæðisflokksins má undan líta; nú hefur Illugi gefið tóninn ætlar að axla ábyrgð, síðar mun koma í ljós hvort hann er sekur eða saklaus.
Forysta Sjálfstæðisflokksins er tilneydd að horfast í augu við nýtt gildismat með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi; annað er ekki í boði eftir birtingu rannsóknarskýrslu Alþingis ef flokkurinn ætlar að vera áfram stærsti flokkur þjóðarinnar.
Illugi fer í leyfi frá þingstörfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook