Vinstri grænir skutu yfir markið á Alþingi í dag

Málefni Byrgisins voru rædd á Alþingi í dag  m.a. af þingmönum sem ekki virtust hafa inngrip eða breitt sjónarhorn um mál vímuefnasjúklinga. Einn af þeim var Steingrímur J. Sigfússon VG. Taldi hann aðalvandann vera að málefni Byrgisins hefðu farið til annars trúfélags, en ekki til SÁÁ.Samhjálp er kristið trúfélag sem líkist  á engan hátt  Byrginu, sem frekar er sértrúarsöfnuður með enga faglega tengingu. Getur varla hentað sem skjól fyrir sjúklinga. Hlaðgerðarkot er byggt á kristlegum grunni með  faglega tengingu bæði guðfræðilega og á sviði heilbrigðisþónustu. Auk þess með margra ára reynslu í meðferð  vímuefnasjúklinga. Með allri virðingu fyrir SÁÁ þá má telja Hlaðgerðarkot hentugra eins og ástandið er nú til að bæta úr brýnustu þörf.

Það er óviðunandi framkoma  af þingmönnum að fara að ræða þessi mál á póltískum grunni á skjön við málefnið án þess að hafa aflað sér viðunandi þekkingu. Formaður vinstri grænna/stjórnarandstaðan bæta ekki úr þessu hörmulega ástandi vímuefnaneytenda með  umræðum á pólitískum forsendum. Að ekki sé nú minnst á að reyna að afla sér fylgis með þeim hætti. Jón Sigurðsson, ráðherra  komst vel frá þessari umræðu og sýndi ótvíræðan vilja til að taka málið föstum tökum á faglegan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigurðsson

Það vita allir sem koma að þessum malum að Þorarinn Tyrfingsson er best til þess fallinn að hugsa um folk i vimuefnavanda. Hann hefur starfað að þessum malum 'i29 ar. Og eg veit að hann er talinn einn sa besti i heiminum i þessum malum.Það þarf ekki að deila um þetta blessaða folk það er best komið hja honum.

Guðjón Sigurðsson, 20.1.2007 kl. 09:43

2 identicon

Heilt og sælt veri fólkið.

Ég má til með að leggja orð í þessarri umræðu og ætla ég ekki að fara að verja einn né neinn í þessum geira.

Þórarinn Tyrfingsson er vel þekktur sem yfirlæknir SÁÁ og gert þar margt mjög gott en við skulum ekki gleyma því að hann er ekki óumdeildur heldur og hafa menn í stjórnunarstöðum yfirgefið stofnunina að sögn vegna drottnunnar Þórarins.

Það er full ástæða til að minna á að í tengslum við LHS er rekin ágætis meðferðastofnun og hef ég komið nokkrum vinum mínu þar í meðferð með ágætis árangri og að mínu mati ekki síðri en hjá SÁÁ.

Samhjálp hefur unnið mjög gott starf á sínu sviði og hjálpað mörgum til að ná fótfestu í lífinu og hafa margir skjólstæðingar þeirra snúinst til trúar og öðlast gott líf. Að ég best veit er sú ágæta kona Guðrún Einarsdóttir dagskrástjór í Hlaðgerðarkoti en hún vann um nokkurt ára skeið hjá SÁÁ við ágætan orðstýr. Í mínum huga skiptir ekki neinu máli hvaðan hjálpin kemur ef hægt er að hjálpa fólki upp úr því kviksindi sem það hefur lent í. Við skulum ekki gleyma að með hverjum alkóhólista þjást margir aðrir o heilar fjölskyldur brotna þannig að sundrung og vonleysi tekur völdin.

Eitt hefur ekki verið mikið rætt í þessarri umræðu og það er það sem að Guðmundur í Byrginu gerði gott en það var að hýsa menn sem hvergi áttu höfði sínu að halla og að minnsta kost leyfa þeim að eignast smá mannlega reisn um tíma og kannsi örlitla von um að líf þeirra gæti hugsanlega tekið aðra stefnu til heilbrigðara lífs.
VIð skulum ekki gleyma að þetta fólk á sínar tilfinningar, langanir og vonir og þegar að vonin hefur verið tekin í burtu þá er ekki mikið eftir.

Þessar góðu gerðir Guðmundar réttlæta ekki á neinn hátt þær gjörðir sem að hann er sakaður er um og ef réttar eru en það verður að koma í ljós þegar dómur fellur í því máli.
Við skulum hafa í huga að fólk sem að ofurselt er alkóhólismanum er að berjast við sjúkdóm sem að leiðir fólk til dauða eða endar í geðveiki ef ekki er komið böndum á sjúkdóminn.
VIð skulum einnig temja okkur að vera ekki með fordóma fyrir hvaðað hjálpin kemur því við erum öll misjöfn og hentar ekki öllum það sama.

Með baráttu og kærleiks kveðju till allra þeirra sem enn þjást af völdum bakkusar.

Eiriíkur H Sigurgeirsson.

Eiríkur H Sigurgeirsson 20.1.2007 kl. 10:48

3 Smámynd: halkatla

eiríkur, voru þessar góðu gerðir guðmundar ekki "by default"? þeas hann var að reyna að komast yfir fjármuni fólks og að ná valdi yfir því, þessvegna hlúði hann að þeim líka.

steingrímur j sigfússon hafði alveg rétt fyrir sér. ef ríkið er með puttana í málunum á ekki að senda veikt fólk yfir í meðferð hjá trúarhóp, þarsem einungis er handayfirlagning í boði og nánast ekkert faglegt (miðað við hina "opinberu" meðferð hjá Sáá amk...)  það er skammarlegt að þetta skuli vera að gerast á 21.öldinni og það segir ekkert um það hversu góðar afleiðingar starfið í þessu Hlaðgerðarkoti hafi, það skiptir engu máli í þessu samhengi. Fólkið var misnotað hjá einum trúarbrjálæðingi og er svo sent til annarra, sem hafa þá kannski einhvarjar aðrar trúarhugmyndir til þess að beita á sjúklingana, í stað raunverulegrar læknisfræði. Ég held að allir ættu að hlusta á Þórarin Tyrfingsson og gagnrýni hans, hún er mjög réttmæt og byggir á rökum og Steingrímur J fór einfaldlega eftir henni, ólíkt þeim stjórnarliðum sem taka ekki mark á skýrslum, sinna ekki starfi sínu (láta Byrgið fá circa 200 milljónir í bdsm gjafir handa kærustum Guðmunds) og læra ALDREI af reynslunni.  

halkatla, 20.1.2007 kl. 13:51

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Þeir sem báru lögformlega ábyrgð og eftirlitsskyldu með Byrginu s.l.10 ár voru Þeir Halldór Ásgrímsson,þáverandi utanríkisráðhr., Árni Magnússon fyrrv.félagsmálaráðhr.og núverandi ráðhr.Magnús.Þingið á að krefjast úttektar á hvernig umræddir ráðhr.framkvæmdu sitt ábyrgðarhlutverk.Þá þarf að gera úttekt hjá meðferðaraðilum hvort heldur það eru trúarsöfnuðir,einstaklingar o.fl.áður en Þeim eru  gefnar  heimildir til að annast áfengis-eða fíkniefnasjúklinga.Ég er í  meginatriðum sammála Þórarni Tyrfingssyni  að svona sjúklingar eigi að vera í meðferð hjá SÁÁ,en komi fram stofnanir með kristilega og læknisfræðilega getu til að annast svona lækningar,ber að skoða það vandlega hverju sinni,einnig þurfa að vera skýr lög um rekstur slíkra stofnana.

Kristján Pétursson, 21.1.2007 kl. 20:54

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Vill svo til að ég hef kynnst þessum málum töluvert og er ekki á neinn hátt að gera lítið úr SÁÁ. Margir hafa fengið bót sinnar heilsu þar og aðrir farið fimmtán til tuttugu sinnum þar inn og enga bót fengið.

Auðvitað á SÁÁ að vera í þessum málum, best væri að um þau væri einhver samstaða milli meðferðarstofnana ef hægt væri. Þessi mál hafa svo margar hliðar svo sem læknisfræðilega, sálfræðilegar og félagslega, síðast en ekki síst þá hefur Hlaðgerðarkot veitt mörgum hjálp. Þar hefur verið lagt mikið upp úr þverfalegri samstöðu sem mjög er til fyrirmyndar og trúarlegi þátturinn verið mjög til bóta hjá mörgum þar sem menn eiga sjálfir val um hvort þeir vilja eða ekki.

Hvaða skoðanir við kunnum að hafa á þessum málum þá talað Steingrímur J. ekki, að því er virtist með neinni þekingu um þessi mál. Það er mjög hæpið að reyna að gera Byrgismálið að pólitísku máli, ætti allra helst að vera pólitísk samstaða um úrlausnir með þverfaglegum ráðum. Líklega verður það seint eða aldrei. Þórarinn tyrfingsson gæti vel verið sterkur og

áhrifamikill hlekkur um slíka samstöðu.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.1.2007 kl. 21:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband