Samfylking axli ábyrgð- burt með hrunráðherrana!

Vel má taka undir  sjónarmið um eftirsjá  að Steinunni Valdísi. Hún var farsæll borgarstjóri óx í starfi sínu þrátt fyrir sundurleitan hóp R-listans. Þegar Ingiibjörg Sólrún hrökklaðist úr borgarstjórnarstólnum varð Steinunn Valdís límið er hélt hópnum saman.

Má segja að hún sé fórnarlamb fjármálaveldisins er reyndi markvisst að ná tangarhaldi á samfélaginu með krumlu fjármagnsins, Steinunn Valdís varð fórnarlamb  óhugnanlegra afla; fjármagnið átti að ráða öllu án gagnrýni og félagslegra umbóta þrátt fyirir góðs vilja hennar til réttlætis og framfara í borginni.

Samfylkingin getur ekki skýlt sér á bak við Steinunni Valdísi og látið sem ekkert sé; þeir ráðherrar er nú sitja í ríkistjórn og voru til staðar er  bankarnir sprungu framan í almenning með lífskjara skerðingu og skuldsetningu inn í langa framtíð eiga að segja af sér; burt með Jóhönnu, burt með Össur Skarphéðinsson, burt með Kristján Möller.

 


mbl.is Eftirsjá af Steinunni Valdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband