Jóhanna forsætisráðherra - stingur höfðinu í sandinn.

Furðuleg yfirlýsing, Samfylkingin verður að axla ábyrgð, getur hvorki komið henni yfir á Framsókn eða  Sjálfstæðisflokkinn. Jóhanna var sjálf í hrunstjórninni, forystufólk Samfylkingar studdi heilshugar einkavæðingu bankanna, Ingibjörg Sólrún setti þrýsting á Seðlabankann í gegnum Geir þáverandi forsætisráðherra að lækka binduskyldu bankans til samræmis við ESB eða öllu heldur til "frjálsræðis" til  handa einkabönkunum og Baugsveldinu.

Styrkjamálin verður að upplýsa þar á Samfylkingin eftir óunnið verk. Var ekki styrkjum til flokksins dreift um allt til að minna bæri á sukkinu?

Steinunn Valdís getur ekki og má ekki verða samnefnari fyrir alla spillingu eða  fjármálatengslum sérstaklega við BAUGSVELDIÐ. Hún ber í raun litla sök á hruninu var ekki í HRUNRÍKISSTJÓRNINNI.

Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller, HRUNRÁÐHERRAR!, eiga að víkja úr ríkisstjórn ekkert minna dugar ef Samfylkingin ætlar að taka til í sínum ranni.

Jóhanna getur stungið höfðinu í sandinn líkt og strúturinn heldur að hún sjáist ekki; en það er skammgóður vermir. AngryHalo


mbl.is Spjótin staðið um of á Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband