8.6.2010 | 06:38
Kópavogur: hver verður stefnan í bæjarmálum?
Ekki annað í stöðunni en ráða ópóltískan bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Spennandi að sjá hvort hvort íbúalýðræðið verður veruleiki eins og Vinstri grænir lofuðu fyrir kosningar. Erfitt fyrir oddvita Samfylkingar og Vinstri græna að umpóla stefnu sína og gerðir og hefja íbúalýðræði. Má nefna árás þeirra á eldri borgara þegar bjarga átti fjárhag bæjarins með sundskatti og stytting opnunartíma sundlaugarinn ;- en þá giltu fasistasjónarmið ákvarðanir teknar langt fyrir ofan almenning.
Spennandi þegar Ólafur Þ. Gunnarsson lætur hefja rannsókn á stjórnkerfi bæjarins auðvelt að fá góð ráð hjá nýráðnum bæjarstjóra er þekkir málin út og inn.
Skondin staðan að Guðríður oddviti Samfylkingar skapaði sér svo mikla óvild meðal bæjarbúa vegna hatursárása á Gunnar Birgisson fyrrverandi bæjarstjóra að hún kom ekki til greina sem bæjarstjóri auk þess tapaði Samfylkingin í kosningum enda stefnuskráin tæpast önnur í bæjarmálum en að koma Gunnari frá og Guðríður yrði bæjarstjóri.
Skilaboð kjósenda eru skýr fjórflokkunum hér í Kópavogi er ekki treyst lengur frekar en í Reykjavík og Akureyri. Nýju flokkarnir þurfa að standa undir væntingum, ná fram betri og lýðræðislegri stjórnaháttum en hafa viðgengist; ef þeir ætla að standa undir kosningayfirlýsingum - samt erfitt að sjá hver stefnan verður í bæjarmálum
Hugsar um hagsmuni Kópavogsbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:40 | Facebook