14.6.2010 | 23:58
Hvað er að takast - er Steingrímur í glerhúsi?
Hvaða verkefni er að takast er fjármálaráðherra lagði til grundvallar á Alþingi í kvöld? Tveir flokkar sitja við völd er hafa fyrst og síðast kennt sig við félagshyggju og jöfnuð en er fjarri lagi. Ríkistjórnin hefur fáum markmiðum náð nema að íþyngja almenningi með sköttum er engum tilgandi þjónar. Má nefna sérstaklega bensínskatt vegna umhverfisverndunar (7kr. pr.l.) er engin ástæða var til nema skerða lífskjör almennings að óþörfu.
Hver er stefna ríkistjórnarflokkanna í raun? Þorleifur Gunnlaugsson fráfarandi borgarfulltrúi Vinstri grænna lýsir ástandinu vegna fylgistaps flokksins hárrétt:"Okkar forysta samanstendur af millistéttarfólki og háskólafólki, sem hefur það ágætt og hefur misst tengslin við alþýðuna. Þá vill það verða að fólk fer í glerhús og hefur ekki þessi beinu tengsl við alþýðu manna er berst í bökkum. Það er okkar stærsta vandamál"; sama er að segja um Samfylkinguna.
Háskólamenntun er grundvallarstoð íslensks samfélags en hefur snúist upp í of marga skóla, getur endað með skelfingu fyrir þjóðina ef ekkert verður að gert. Við þurfum ekki sex eða átta háskóla til framleiðslu á hagfræðingum,lögfræðingum, viðskiptafræðingum og jafnvel í greinum hugvísinda nema þá siðfræði.. Við þurfum víðtæka menntun, hlúa þarf að verkmenntun til undirstöðu fyrir þá hugmyndasköpun er nú á sér stað til enn meiri verðmætasköpunar.
Framangreind staða hefur aukið vantraust þjóðarinn á stjórnmálum, virðist fara sívaxandi; þessir tveir flokkar hafa svikið sig inn í stjórn landsins með fagurgala og falsi. Er ekki mál að linni?
Verkefnið er að takast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook