23.6.2010 | 06:23
Hvítþvottur Samfylkingar.
Magnús Orri hefur tileikaða sér vel "stefnu Samfylkingar" að skjóta allri ábyrgð á forsetann, hvítþvær flokkinn sinn; kennir forsetanum um ófarir ríkistjórnarinnar að gæta rettarstöðu Íslands varðandi Icesaveskuldina við Breta og Hollendinga. Forsetinn bjargaði því sem bjargað varð með synjun laganna um Icesavesamningana; vonandi stendur hann vaktina og vísar næstu samningum til þjóðarinnar ef þörf krefur.
Er það ekki undirlægjuháttur Samfylkingarinnar gagnvart ESB sem er ástæðan?; flokkurinn hræddur um að komast ekki með lið sitt til Brussesl ef ekki verður gengið að hverju sem er við Breta og Hollendinga. Þjóðin aukaatriði, er skiptimynt Samfylkingar til að komast inn í ESB? Steingrímur fjármálaráðherra samþykkir með þögninni og þjónkun við Samfylkingu til að fá að halda völdum.
Mál að linni og utanþingsstjórn taki við sem allra fyrst.
Kemur forsetanum til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:27 | Facebook