Með M.s. Goðafossi - eldur um borð.

Bauðst sigling með Goðafossi til Norðurlanda og Hollands. Lagt var af stað frá Reykjavík (28.okt.) út sundin blá í björtu og fallegu veðri. Um 30 mílur frá  Reyðarfirði skall á aftaka veður,12 vindstig, 12-16 m. ölduhæð, er  mikill eldur kom  upp í kyndilhúsi skipsins, áhöfnin brást skjótt við, hóf slökkvistörf við hættulegar aðstæður. Tókst að ráða niðurlögum eldsins; skipti mínútum/sekúndum að ekki yrði við neitt ráðið.

 Áhöfnin var í mikilli hættu við slökkvistörfin vegna eldsins,  brotsjór reið yfir skipið; litlu munaði að þrír færu útbyrðis, einn hékk aðeins á annarri hendi við borðstokkin, kraftaverk að hann komst lífs af.

Engin orð fá lýst hugrekki og áræði áhafnarinnar er tókst að forða stórslysi.

Í Færeyjum var fengin nauðsynlegur slökkvibúnaður/súrefnistæki  síðan haldið til Rotterdam en talið var óhætt að halda áfram til Lindö í Danmörku þar sem skipið er nú í slipp til að verða sjófært. Ferðinni haldið áfram, líklega komum við heim 23. nóv. ef allt gengur að óskum.Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband