12.11.2010 | 09:11
Landssamband eldri borgara sefur - "Þyrnirósarsvefni"
Landsbyggðafólk lét myndarlega í sér heyra og mótmælti niðurskurði velferðarkerfisins á landsbyggðinni fyrir framan Alþingishúsið í gær. En Landssamband eldri borgara hefur að mestu þagað þunnu hljóði; lítið látið til sín taka þrátt fyrir beinan niðurskurð á kjörum umbjóðenda sinna aftur og aftur; svo auðvelt þeir bera ekki hönd fyrir höfuð sér. Landasambandið eru öflug samtök hvað varðar tómstundir og skemmtanir en ekki virkt í lífskjörum félaga sinna.
Ef svo heldur áfram sem horfir munu lífskjör margra eldri borgara verða óbærileg ef ekkert verður að gert. Landsambandið þarf að vinna markvisst í baráttu fyrir kjörum félaga sinna til að halda reisn sinni og viðhalda gildismati innan samfélagsins;að eldri borgarar eigi skilið mannsæmandi lífskjör eftir langan vinnudag.
Ef að þarf að breyta lögum sambandsins til að hægt verði að fylgja eftir kjörum eldri borgara við stjórnvöld verður að vinna það fljótt og vel.
Landsamband eldri borgara hefur skyldum að gegna að halda uppi mannsæmandi lífskjörum félaga sinna; ekki síst siðferðileg og boraraleg skylda þess að viðhalda og bæta það gildismat er náðist í réttindum eldri borgar á síðustu öld.
Innan vébanda eldri borgara er vel menntað hæft fólk til að fylgja eftir kjörum eldri borgara með lögsókn ef þörf krefur. Árið 2009 voru lögbundin réttindi eldri borgara á grunnlífeyri afnumin með lögum sem þeir höfðu þó greitt fyrir allan sinn starfsdag; auk þess var það brot á Stjórnarskrá Íslands.
Hvers vegna gerði Landssambandið lítið sem ekki neitt?; ein fréttatilkynning frá formanni þess er líkt og að stökkva vatni á gæs; mótmæli Landssambandsins höfðu ekkert að segja.
Ef Landsambandið tekur ekki virkan þátt sem hagsmunaaðili um kjör eldri borgara verður fyrirkvíðanlegt fyrir næstu kynslóðir að komast á eftirlauna aldur; - og enn verra þegar komið er á þann aldur að þurfa aðhlynningu og sjúkrahúsdvöl.
Lítið virk /óvirk barátta Landsambands eldri borgara fyrir kjörum þeirra og stöðu í samfélaginu; getur orðið samfélagsböl framtíðarinnar ef "Þyrnirósarsvefninum" linnir ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2012 kl. 03:46 | Facebook