23.11.2010 | 08:51
Með M.s. Goðafossi - Ferðalok.
Kom heim með Goðafossi kl. 22:21 í gærkveldi úr siglingu er átti að taka 14 daga en urðu 27 vegna eldsvoða um borð í aftaka veðri og stórsjó á Atlandshafi. Efst í huga og seint líður úr minni er hugdjörf björgun áhafnarinnar; er hætti lífi sínu við erfiðar aðstæður, að slökkva eldinn þegar ólög gengu yfir skipið.
Skipshöfnin var sjómannastéttinni til sóma vegna framgöngu sinnar; sýndu að þeir voru starfi sínu vaxnir - gæti styrkt ímynd og viðskiptavild fyrirtækisins út á við. Varla traustvekjandi fyrir Eimskip sem flutningafyrirtæki ef skipið hefði farist með áhöfn og farmi.
Hæst ber gleði aðstandenda að fá ástvini sína heimta úr heljargreipum eftir giftusamlega björgun.
Skin og skúrir skiptust á. Eftir ''eldnóttina löngu''í óveðrinu var renniblíða alla ferðina, skemmtileg ferð þrátt fyrir allt.
Þakka skipverjum ógleymanlega samveru og vinsemd; forréttindi að fá að kynnast þessum hógværu hraustu drengjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook