21.11.2010 | 17:12
Virðingarleysi gagnvart sakborningi.
Lítt skiljanleg framkoma að ætla að breyta lögum eftir að fyrrverandi forsætisráðherra var dregin fyrir landsdóm. Virðist vera að íslensk lög séu oft illa marktæk að mati lögfæðinga; lögin um landsdóm fyrst talin nothæf en nú þurfa þau breytinga við.
Þvílíkur skrípaleikur og virðingarleysi gagnvart sakborningi.
Nú er ný stjórnaskrá í smíðum með þátttöku þjóðarinnar. Verður einhver bót að nýrri stjórnarskrá þegar sjaldan eða aldrei hefur verið tekið mark á núverandi stjórnarskrá? Lögfræðingar virðast oftar en ekki vera fremstir í flokki með lagakróka og útúrsnúninga, þegar dæma á eftir íslenskum lögum? Hér hlýtur að vera stjórnaskrárbrot gagnvart Geir H. Haarde sem sakborningi?
Sigurður Líndal, lagaprófessor benti réttilega á, að fyrst skyldi virða núverandi stjórnarkrá áður en ný tæki gildi; - hvenær verður það veruleiki?
Átelur vinnubrögð landsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook