Vantar verkmenntað fólk á vinnumarkaðinn?

Góð breyting á stefnu í menntunarmálum að hækka menntunarstig þeirra er litla menntun hafa. Með allri virðingu fyrir háskólamenntun þá hefur verið ofuráhersla á svokallaðri æðri menntun; háskólar eru of margir fyrir fámenna þjóð er getur orðið til þess að gæði menntunar verði minni.

Það eru takmörk fyrir hvað mikið þarf af háskólamenntuðu fólki á vinnumarkaðinn. Ekki hefur vantað að fólk hefur sótt sífellt hærra menntunarstig á háskólastigi; er af því góða ef menn eru ekki beinlínis í harðri samkeppni um þau störf er bjóðast en markmiðið ekki í sjálfu sér að sækja sér betri menntun.

Þjóðina vantar meiri verkmenntun í hverskonar smíði t.d. á sviði málmtækni; - með hæfni í smíði úr áli er ætti að vera hægt að fá með góðum kjörum hér á landi.

 

 


mbl.is Menntunarstig þjóðarinnar verði hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband