26.11.2010 | 17:23
Leigugjald fyrir veiðiheimildir raunhæfur kostur.
Eðlilegt er að stórútgerðin greiði sanngjarna leigu af veiðiheimildum en um það verða að gilda ákveðnar reglur og í hvað peningarnir fara, ekki stjórnlaust inn í ríkishítina. Tekst vonandi betur til en þegar ríkisvaldið reyndi markvisst að útrýma smábátum; þá voru veiðiheimildir skertar svo mikið að ekki var hægt að reka bátinn, veiði dugði rúmlega fyrir fasta kostnaðinum, þeir sem skulduðu í sinni útgerð urðu gjaldþrota vítt og breitt um landið sérstaklega í smærri byggðum eða seldu til stærri útgerða.
Það er hluti af sögu trilluútgerðar sem er óskrifuð en verður vonandi gert.
Ekki skynsamlegt að gefa veiðar smábáta frjálsar það skapar sömu spillingu og var þegar frjálsar veiðar voru á þessum bátum, þá gátu bátar með kvóta sett fisk í gegnum smábát er aldrei fór á sjó.
Smábátaútgerðin á að þróast í stærri báta vel útbúna, 10-15 tonn, eins og verið hefur. Smátrillur með einn mann eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar veiðar (sportveiðar)og ættu að heyra sögunni til í trilluútgerð.
Veiðiheimildir gegn gjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook