27.11.2010 | 10:13
Makrílveiðar - hagsmunir skarast við ESB
Hagsmunaárekstur í makrílveiðum er vísbending um hvað koma skal ef Ísland gengur í ESB; engar óhagganlegar reglur/lög er hægt að setja til tryggingar sérstöðu Íslands í fisveiðum hér við land eða öðrum auðlindum. Ekki kemur fram í fréttinni hvað Færeyingum er ætlaður stór kvóti.
Danir eru að vísu í ESB en Færeyingar eru með eigin sjálfstjórn sama má segja um Grænland þeir hafa sjálfstæði í málum sínum þótt þeir séu enn í tengslum við Danmörku. Hvorki Færeyjar eða Grænland eru í ESB ef til vill sjá Danir sér hag í að halda Grænlandi utan ESB enda eru þar ríkulegar auðlindir. Má segja að Danir séu bakhjarlar Grænlands og Færeyja svo langt sem áhrif þeirra ná.
Verst er að Norðmenn skuli ekki standa með okkur í deilunni um makrílinn ekki ósanngjarnt miðar við núverandi veiðar íslendinga að þeir fái 10% af aflahlutdeild miða við heildarkvóta hverju sinni.
Engin lausn í sjónmáli líkleg meðan þær þjóðir er eiga makríl í sinni lögsögu standa ekki saman; Stuðningur ESB verður þeim seint eða aldrei hagstæður.
Risaríkið ESB verður erfitt viðureignar í samningum okkar um inngöngu í ESB. Ef við ætlum að standa á nýtingu einnar mikilvægustu auðlindar okkar fiskinum nú um stundir; er inngana í ESB útilokuð.
Sama má segja um aðrar auðlindir orku, olíu - og jafnvel vatn þegar til lengri tíma er litið.
Ekki samkomulag um makríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook